Nunez byrjaður að spila

Jæja, loksins góðar fréttir. Antonio Nunez [spilaði fyrir varaliðið í kvöld](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N146867041125-2217.htm) og ótrúlegt en satt, þá fótbrotnaði hann ekki. Þetta var fyrsti leikur Antonio fyrir liðið.

Einnig er það helst í fréttum að það tognaði enginn á æfingu í dag.

Annars segja LFC.tv þetta um frumraun Nunez

>Playing on the right side of midfield he made a good impression, delivering some telling crosses into the box and almost scoring on one occasion.

>Despite lacking match practice the former Real Madrid player looked sharp and, given the injury crisis that is currently engulfing the club, he could well have played himself into contention for a place in the first team squad to face Arsenal on Sunday.

Jamm, maður verður að ríghalda í allar góðar fréttir, sem maður fær af Liverpool þessa dagana, svo maður tapi ekki endanlega geðheilsunni. Það er vonandi að Nunez geti spilað sig inní liðið. Ekki veitir okkur af góðum leikmönnum þessa stundina.

5 Comments

 1. Já, það var heldur betur gaman að lesa þetta.
  Sérstaklega þar sem að það væri ágætt að fá alvöru kantmann í liðið, ekki Finnan eða Gerrard. (ekki það að Gerrrard sé ekki nógu góður, bara betri á miðjunni) :biggrin2: :biggrin2:

 2. “Ekki veitir okkur af góðum leikmönnum þessa stundina.” Ég held að þetta sé nú kannski svolítið oflof á Nunez, þar sem fæstir hafa séð hann spila og enginn hefur séð hann í ensku deildinni. En ég get verið alveg sammála um að þessum síðustu og verstu eru fréttir af mönnum sem koma heilir úr meiðslum ávalt gleðilegar. Ekki veitir okkur af EINHVERJUM leikmönnum þessa stundina.

 3. Jamm, hefði átt að vera. “ekki veitir okkur af leikmönnum, sem eru eldri en 18 ára og hafa spilað fótbolta með almennilegum liðum”. Nunez spilaði með Real Madrid. Hann bara hlýtur að geta eitthvað.

  En auðvitað ætla ég ekki að gera of miklar vonir til hans strax.

 4. Ég var að enda við að horfa á glefsur úr þessum leik á opinberu síðunni og miðað við að þetta voru fyrstu 60 mínúturnar hans af keppnisbolta í þrjá mánuði (og eiginlega síðan í vor, þar sem hann spilaði aðeins einn æfingaleik með Real Madríd í haust) þá lofaði þetta reglulega góðu!

  Vonandi verður hann sú orkusprauta sem við þörfnumst svo mjög núna. Vonandi.

 5. Var að enda við að horfa á hann spila varaleikinn áðan á opinberu síðunni og miðað við þessar 60 mínútur lofar hann góðu. Vonandi verður endurkoma hans sú orkusprauta sem við þörfnumst svo mjög þessa dagana…

Traoré líka meiddur + annað…

Anfieldison Park