Naaauuujjj! Mellor byrjar inná!

Vá, Rafa Benítez er búinn að tilkynna byrjunarliðið sitt í kvöld, og þar eru nokkrar breytingar:

Kirkland

Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré

Gerrard – Biscan – Hamann – Riise

García – Mellor

Vá! Finnan fer í bakvörðinn í stað Josemi (og ég sem var að segja að það væri ekki séns að Josemi færi á bekkinn… ), Igor Biscan kemur inn í stað Xabi Alonso (sem var vissulega slakur á laugardaginn) og Neil Mellor kemur inn í stað Harry Kewell! Hvern hefði grunað þetta?

Þetta er í raun svona blanda af 4-5-1 og 4-4-2, svipað og ég talaði um í síðustu færslu. Þ.e.a.s. að ef García fer fram í holuna fyrir aftan Mellor þá getur Gerrard, og jafnvel Biscan, kóverað hægri vænginn á meðan án þess að skilja miðjuna eftir óvarða. Hins vegar, ef þeir sækja hart að okkur eða ef aðstæður kalla á það, getur García dottið niður á hægri kantinn og þá erum við komnir niður í 4-5-1.

En þetta er sennilega með óvæntustu byrjunarliðum tímabilsins það sem af er. Hvern hefði grunað að hann myndi setja Josemi, Alonso og Kewell á bekkinn fyrir Gerrard, BISCAN … og MELLOR???

Vá. Þetta verður rosalega spennandi í kvöld. Hvernig stendur Mellor sig í Meistaradeildinni? We are about to find out…

Ein athugasemd

Mónakó í kvöld: tryggjum við okkur áfram?

Mónakó 1 – L’pool 0