Mónakó 1 – L’pool 0

saviola.JPG

Oj barasta.

Saviola skoraði kolólöglegt mark. Völlurinn var einn sá versti sem ég hef séð í langan tíma. Við vorum án Baros og Cissé. Við misstum Luis García útaf eftir tvær mínútur og Josemi, sem kom inná, þurfti líka að fara útaf meiddur í byrjun seinni hálfleiks. Dómarinn vildi bara dæma aukaspyrnur og spjöld á annað liðið og sleppti augljósustu hendi síðari ára í markinu hjá Saviola. Steve Gerrard er ekki í neinu andskotans leikformi.

Það er svo freistandi að grípa til einhverra af þessum afsökunum fyrir tapinu í kvöld. En ég ætla ekki að gera það. Ég er svo reiður að það hálfa væri nóg. Ég er ekki reiður út af þessum ‘ástæðum’, ég er pirraður yfir þeim. En ég er reiður út í liðið. Annan leikinn í röð þá er andleysið algjört á meðal þeirra leikmanna sem eru inná vellinum. Sköpunin er engin, talandinn er enginn, vinnslan í leikmönnum er ekki til staðar. Við áttum tvö skot að marki í kvöld, bæði af löngu færi. Mellor fékk boltann aldrei inní vítateig andstæðinganna. Þvílíkt sóknarlið sem við höfum hér, án Baros og Cissé.

Harry Kewell. Didi Hamann. Josemi. Steve Finnan. Jonny Riise. Dietmar Hamann. Djimi Traoré. Sami Hyypiä. Neil Mellor. Dietmar Hamann.

Bara nokkrir af þeim leikmönnum sem mig langar helst ekki að horfa á í Liverpool-treyju aftur, slíkt var andleysið í kvöld. Að mínu mati geta Kirkland í markinu, Carra að venju og Igor Biscan borið höfuðið hátt eftir þennan leik. Og Gerrard er löglega afsakaður, hann var búinn með orkuna eftir 50 mínútur en vegna meiðsla Josemi þurfti hann að vera áfram inná, þegar það var augljóst að Benítez ætlaði að nota Alonso ferskan í síðasta hálftímann.

Allir aðrir eiga að skammast sín.

Á sunnudaginn: Thierry Henry, Robert Pires, José Reyes & félagar. Við erum svo gott sem búnir að vera…


Uppfært (Kristján Atli): Rafa Benítez hefur staðfest að Luis García verður frá í þrjár vikur. Þá er óvíst hvort að Josemi getur leikið gegn Arsenal á sunnudag, en það þurfti að sauma 20 spor í andlitið á honum eftir árekstur kvöldsins.

Þá er vert að minna á nokkuð jákvætt sem ég var að muna eftir, nú þegar ég er aðeins farinn að róast: Dietmar Hamann fékk gult spjald í kvöld og verður því í leikbanni gegn Olympiakos. Við þurfum að vinna þann leik 2-0 til að komast áfram og það er gott að hugsa til þess að Benítez neyðist til þess að nota þá Gerrard og Alonso saman í þeim leik.

Úff, samt … djöfulsins skítakvöld var þetta? Það á ekki af okkur L’pool-aðdáendum að ganga. Ég er ekki gjarn á að kvarta undan ósanngirni eða óheppni eða meiðslum, en kommon … nú er nóg komið!

12 Comments

 1. Djöf…. er ég orðin leiður á því að halda með þessu helv… liði !
  😡

 2. 😡 😡 😡 😡
  Hvað er í gangi?

  Er helv.. jóla-ógleðin byrjuð enn og aftur??

  Fastir liðir eins og venjulega!
  😡 😡 😡 😡

 3. Um að gera að dæma okkur tapaða strax. Svoleiðis á að hugsa. Annars fannst mér asnalegt að skipta varnarmanni inná fyrir Garþía þar sem að sigur mundi tryggja okkur áfram. Skrýtinn hugsanagangur. Ef þessi leikur færi illa væri alltaf fucking heimaleikurinn til að spila. En….svona er víst lífið. Ef “Houllier” hugsanagangurinn færi nú alveg úr Benitez þá væri ég 100% sáttur.

 4. Sjá grein á opinberu síðunni: hér segir Benitez að dómarinn hafi komið og sagt við sig eftir leik að hann hafi séð hendina 😡 hversu óþolandi týpískt er þetta 😡

 5. Andskotans helv…. AAARRRRGGGG

  Getum við ekki einu sinni farið að geta eitthvað…. Ég er að verða Crazy á að halda með LFC!

  Góða nótt

 6. Ég var nú álíka reiður og svekktur eins og þið eftir leikinn í gær. Hef nú aðeins róast, en er í litlu stuði til að fjalla mikið um hann. Eitt verð ég þó að kommenta á og það er það að þú skulir setja nafn Djimi Traore á lista yfir þá sem ættu að skammast sín. Mér fannst hann nú bara með betri mönnum á vellinum áður en hann var tekinn útaf. Margar frábærar tæklingar og var svo að taka rispur upp kantinn. En hinn steingeldi Riise var hreinasta hörmung fyrir framan hann.

 7. Tja, það er kannski ekki gefið mál að Traoré eigi að vera þarna. Hann var að spila vel fyrsta kortérið, eins og þú segir. Síðan, eftir að hann fékk höggið á hnéð þarna á “grasinu” í Mónakó var eins og hann héldi aftur af sér. Hann spilaði illa eftir það … ef það var útaf meiðslum, þá það, en hann lék illa.

 8. Við verðum þá bara að vera sammála um að vera ósammála. Mér fannst hann mjög sterkur allan tímann sem hann var inná. Átti til að mynda frábæra tæklingu rétt áður en þeir skoruðu þetta viðbjóðslega mark sitt. Var að tracka vel tilbaka og taka nokkrar krúsjal tæklingar.

 9. Hélt að ég væri búinn að jafna mig í morgun en eftir að hafa lesið það sem Liverpool menn segja um atvikið þá er ég reiðari en ég var í gærkvöldi og var ég reiður þá!!!

  Maður spyr sig, það vita allir og viðurkenna að þetta var ólöglegt mark. Þessi viðbjóðslegi danski dómari segist hafa séð Saviola handleika knöttinn en ákvað að dæma ekkert á það, þetta segir hann með bros á vör við Liverpool menn!!

  Mér finnst að þetta mál eigi hiklaust að fara alla leið. Kæra, kæra, kæra!!!

  Hvers vegna í andsk. eigum við að sætta okkur við þetta?!?

 10. Ég er sársvekktur vegna þess að þrátt fyrir að Mónakó hafi ekki leikið vel tókst okkar mönnum ekkert betur upp. Ógnunin frammávið var engin og ég skil þetta ekki…Meistardeild Evrópu og menn geta ekki leikið með hjartanu! Mér fannst þeir ekki gera neitt betur en í deildinni í undanförnum 3 leikjum.

 11. SSteinn – hversu oft sástu Saviola fá boltann með nóg af svæði til að athafna sig … í horninu hans Traoré?

  Ef hann hefði fengið allt þetta svæði Josemi-megin væri ekki búið að vera talað um neitt annað hér í ummælunum … né á öðrum spjallborðum … en það hvað Josemi væri glataður.

  Ég er alveg jafn jákvæður og þú og aðrir gagnvart nýfengnu sjálfstrausti Traoré, og ég er hæstánægður með spilamennsku hans undanfarið, en staðreyndin er samt sú að eftir að hann hnjaskaðist um miðjan fyrri hálfleik í gær var hann ekki samur maður. Hann virtist utangátta, hann skildi svæðið sitt eftir opið, hann spilaði eins og hann væri að vernda löppina.

  Engu að síður átti hann tvær-þrjár súpertæklingar í þessum leik og á skilið fullt hrós fyrir það, enda einn besti tæklari á Englandi. En hann hafði engin tök á Saviola í gær og Saviola nýtti sér það…

 12. Er ekki komin spurning um að þegar boltinn snertir hönd leikmanns hvort sem það er viljandi eða ekki að það sé bara hreint og beint hendi???? Það allavega útkljáir það mál fyrir fullt og allt…einu áhyggjuefninu færra í fótboltanum ekki satt? En samt er ég sammála því að ef danski dómarinn viðurkennir að hafa séð hendina en ekki dæmt að hann fái leikbann fyrir þetta. Það sáu það allir að Saviola laði boltann fyrir sig áður en hann skoraði framhjá leikmönnum Liverpool sem voru farnir að taka aukaspyrnuna í huganum.

Naaauuujjj! Mellor byrjar inná!

Traoré líka meiddur + annað…