STEVEN GERRARD TIL REAL MADRID!!!

stevengerrardengland.jpgJá, eða ekki.

Af hverju í ósköpunum þykir það fréttnæmt að einhver leikmaður Real Madrid segi að hann vilji endilega fá Steven Gerrard til Real Madrid?

**AF HVERJU?**

Það vilja öll lið í heimi fá Real Madrid. Væri ekki ráð að slá því upp á forsíðu blaðanna á hverjum degi?

Frábært dæmi um þetta er þessi frétt: [Real to snap up Gerrard](http://itv-football.co.uk/News/Premiership_News/story_133987.shtml).

Í þessari frétt er nákvæmlega EKKERT um að það sé sjens á að Gerrard fari til Madrid. Við skulum greina þessa frétt aðeins.

Hún byrjar mjög sniðugri setningu: “Real Madrid are already rumoured to be preparing a bid in the summer”. Ok, blaðið tekur enga ábyrgð, en segir að það séu sögusagnir í gangi. Frábær blaðamennska!

Svo kemur tilvitnun í Michel Salgado, sem segir: “I would certainly be in favour of him coming here.” Hann hefur væntanlega verið spurður: “Viltu fá Steven Gerrard til Real Madrid?” Hverju í ósköpunum átti hann að svara? Ef að Xabi Alonso væri spurður hvort hann vildi fá Ronaldo til Liverpool haldiði að hann myndi svara neitandi?

Svo leysist greinin uppí einhver kvót frá Xabi Alonso og Gerrard. Það kemur ekki neitt frá Gerrard, sem gefur til kynna annað en að hann sé að undirbúa sig undir annan leik. En bíðum við. Hann kom jú með þetta kvót:

>”Now I am looking forward to getting back into the first team, it has been very frustrating watching and not something I enjoy.”

Jammm, sjáiði þetta ekki? Það er greinilegt að Gerrard er að fara til Real Madrid!!!

Svo koma kvót frá Xabi Alonso. Hann er að tala um landsleikinn í kvöld. Væntanlega hefur hann verið spurður af blaðamanni, sem vantaði efni: “Heldurðu að Steven Gerrard myndi standa sig vel í spænsku deildinni?” Og svarið hans Alonso var ekki: “Nei, hann myndi skíta á sig”, heldur var það öllu skynsamara:

>”Gerrard, in the Spanish league, would give exhibitions of his quality in every match.”

Þessu snúa menn svo uppí það að Alonso segi að Gerrad muni verða góður þegar hann fer loksins til Madrid næsta sumar.

Þetta er bull, allt saman! Óþolandi blaðamennska, sem er einungis gerð til að valda usla í herbúðum Liverpool.

Barnaræninginn Arsene Wenger

Baros meiddur?