Baros meiddur?

Milan Baros var tekinn útaf [eftir 18 mínútur](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/4021109.stm) í landsleik með Tékkum gegn Makedóníu.

Enn er óvíst hvort hann sé illa meiddur.

Fyrirgefið orðbragðið, en þessir helvítis vináttulandsleikir, sem enginn hefur áhuga á, mega hoppa uppí rassgatið á sér!

6 Comments

  1. Djöfull er ég hrikalega sammála þér. Ég hreinlega ÞOLI ekki þessa landsleiki. Leggja þetta drasl niður. Hvað á það að þýða að henda inn landsleikjum þegar allar deildir eru gjörsamlega í botni, deildarkeppnir, bikarkeppnir og Evrópukeppnir í fullum gangi og þá er landsleikjum hent inn á milli. Damn hvað maður er pirraður á þessari vitleysu.

  2. Smá leiðrétting Einar, þessi leikur í gær hjá Tékkunum var ekki vináttuleikur heldur í Undankeppni HM gegn Makedóníu. Þess vegna átti tékkneska knattspyrnusambandið fulla heimtingu á að fá Baros í leikinn, því miður… ef þetta hefði verið vináttuleikur hefðu Liverpool-menn aldrei leyft honum að spila, það held ég að sé á hreinu!

    En annars eru þetta bara verulega fokking skítlegar fréttir fyrir okkur. Það er verið að tala um að hann verði frá í allt að sex fokking vikur, sem er nóg til að eyðileggja fyrir mér jólin!

    Helvítis. Það er eins gott að Neil Mellor standi þá undir öllum helvítis stóru orðunum … ef hann meikar það ekki með Liverpool núna fyrir áramót gerir hann það aldrei! It’s now or never, Mellor!

  3. Mikið rosalega var ég hræddur um að eitthvað svona myndi gerast!! 😡

    Þetta er hræðilegt ef satt reynist!! Ef maður reynir að vera bjartsýnn þá höfum við ennþá frammi leikmenn eins og Mellor, Kewell, Flo Po, Garcia. Jafnvel spurning um að við fáum að sjá Robbie Foy koma inn í hópinn á laugd.

    Af hverju kepptu Íslendingar ekki í gær? Voru við kannski búnir að gefa leikinn??

  4. Já, þetta er hræðilegt. Allavegana má bóka að hann spilar ekki með á laugardaginn.

    Ég vil þá sjá Kewell og Pongolle frammi. Ekki Mellor. Sinama-Pongolle var frábær í fyrra þegar hann fékk að spreyta sig, svo það er vonandi að hann nái að sýna sig núna. Hef það á tilfinningunni að hann þyrfti bara eitt mark til að fá virkilega sjálfstraust.

STEVEN GERRARD TIL REAL MADRID!!!

Nýr server