Barnaræninginn Arsene Wenger

Bévítans landsleikjahlé. Það er næsta ómögulegt að halda úti síðu þegar það eina, sem er skrifað um sé þegar leikmenn hrósa hvor öðrum. Þannig eru núna einu fréttirnir að [Alonso er að hrósa Gerrard](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N146757041116-1053.htm) og [Gerrard að hrósa Alonso](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N146759041116-1408.htm) fyrir landsleikinn á milli Englands og Spánar á morgun. Frekar leiðinlegt.


En, eftir að hafa lesið Moggann í morgun, þá leitaði ég upp grein í Sunday Times, sem þeir vísuðu í. Greinin reyndist vera mun áhugaverðari en umfjöllun Moggans: [Generation game](http://www.timesonline.co.uk/article/0,,2093-1357583,00.html).

Greinin fjallar um það hvernig akademíur ensku liðanna eru núna uppfullar af erlendum táningum. Eflaust er kveikjan að greininni frábær frammistaða unglinganna hjá Arsenal, sem unnu Everton í deildarbikarnum. Nánast allir þeir unglingar eru fæddir utan Englands.

Arsene Wenger er nefnilega orðinn sérfræðingur að beita fyrir sér holum í leikmannalögum til að næla sér í gríðarlega efnilega unglinga án þess að borga félögunum almennilegan pening fyrir.

>The way Lupoli [*ungur ítalskur sóknarmaður hjá Arsenal*] was lured overseas for a measly ?formation fee? due under Fifa rules to his former club, Parma, causes anguish in Italy, where he had been celebrated as Serie A?s next big thing after breaking scoring records set by Alessandro Del Piero in Italian youth football. Kobi Kuhn, Switzerland?s coach, expressed concern when Djourou [*svissneskur miðjumaður, upphaflega frá Fílabeinsströndinni, sem er núna hjá Arsenal*] was persuaded to quit the country on turning 16 in January 2003.

>Arsenal?s summer capture of Flamini [*franskur miðjumaður hjá Arsenal*] after Marseille spent years developing him left the French club, who received no more than a compensation fee, incandescent. ?It?s treachery. Money is the only reason why Flamini did not sign for us. I will never again line up a player who is not under contract,? seethed coach Jose Anigo.

>His words recalled the anger felt in France when, having already poached Nicolas Anelka from Paris St-Germain when he was 16, Arsenal persuaded Jeremie Aliadiere [*franskur sóknarmaður hjá Arsenal*] to quit the country?s national academy at Clairefontaine at only 15. Noel Le Graet, president of the French league, called it a ?disgrace?, and there is an undeniable ruthlessness about the way Wenger is prepared to exploit loopholes that allow Premiership clubs to sign foreign youngsters on scholarships with the promise of a professional contract once they turn 17 ? before the age when they are entitled to sign professional contracts in their own countries. His ingenuity is perhaps best seen in the case of Fabregas, spirited from Barcelona?s youth ranks when he turned 16. Fifa regulations prevent clubs from approaching boys from abroad at so young an age but, with Arsenal?s help, Fabregas?s father had become ?domiciled? in England.

Þannig að Arsenal beita alls kyns óþverrabrögðum til að næla sér í unglinga frá öðrum liðum. Í tilfelli Fabregas, þá flutti pabbi hans allt í einu til Englands og þá gátu Arsenal samið við Fabregas. Reglurnar hefðu bannað að þeir hefðu talað við Fabregas meðan fjölskyldan hans bjó á Spáni.

Barcelona (lið númer 2 hjá okkur Kristjáni) hefur lent ferlega illa útúr misheiðarlegum framkvæmdastjórum enskra liða, því að auk Cesc Fabregas þá náði Demento sjálfur náði til sín, með misheiðarlegum brögðum, [Gerard Pique]( http://www.4thegame.com/club/manchester-united-fc/player-profile/5231/gerard_pique.html), einum efnilegasta varnarmanni Spánar, þegar hann var aðeins 17 ára.

Í greininni er reyndar líka minnst á Le Tallec og Sinama-Pongolle, en það voru þó öllu heiðarlegri skipti, þar sem að kaupin á þeim tveim voru gerð í mikilli sátt við Le Havre, þeirra gamla lið.


En þrátt fyrir að aðferðir Wenger, Ferguson og fleiri séu kannski óheiðarlegar, þá er staðan eftir sem áður sú að þeir hafa nú úr gríðarlega mörgum efnilegum leikmönnum að ráða. Liverpool á að mínu mati engan leikmann undir tvítugt, sem á raunhæfa möguleika að slá virkilega í gegn í ensku knattspyrnunni á næstu árum.

Berum það svo saman við Man U og Arsenal. Man U eiga Rooney, Ronaldo og Pique. Arsenal á [Senderos](http://www.arsenal.com/player.asp?PLID=1+6854&CLID=3&title=Player+profile+-+Philippe+Senderos&nav=Player+Files), [Flamini](http://www.arsenal.com/player.asp?PLID=33538&CLID=3&title=Player+profile+-+Mathieu+Flamini&nav=Player+Files), [Fabregas](http://www.arsenal.com/player.asp?PLID=28718&CLID=3&title=Player+profile+-+Francesc+Fabregas&nav=Player+Files), [Lupoli](http://www.arsenal.com/player.asp?PLID=40645&CLID=3&title=Player+profile+-+Arturo+Lupoli&nav=Player+Files) og [Aliadiere](http://www.arsenal.com/player.asp?PLID=11839&CLID=3&title=Player+profile+-+Jeremie+Aliadiere&nav=Player+Files).

Það má því segja að arfleið Houllier sé ekki mikil hvað varðar leikmenn undir tvítugt. Hann keypti vissulega Flo-Po og Le Tallec, en hvorugur þeirra hefur náð að sanna sig. Annar er varamaður hjá Liverpool og hinn spilar fyrir botnlið í frönsku deildinni. Varla þar, sem við áttum von á að þeir yrðu um tvítugt þegar þeir voru markahæsti og besti leikmaður Heimsmeistarakeppni Undir-18 fyrir nokkrum árum.

Núna er spurningin hvort við viljum sjá Benitez feta í sömu skítugu fótspor og Wenger? Viljum við sjá hann nappa ungum og efnilegum leikmönnum frá öðrum liðum, eða viljum við sjá meiri heiðarleika í félagaskiptum og þá á móti ekki jafn mikið af efnilegum leikmönnum í röðum Liverpool? Er einhver leið til að keppa við Arsenal og Man U án þess að beygja eða brjóta reglurnar?

6 Comments

 1. Þetta er svo týpískt Liverpool-væl. “Allt í lagi þegar við gerum þetta en þegar aðrir gera þetta…” Hvernig væri bara að hætta þessu væli alltaf hreint og viðurkenna þá staðreynd að á næstu árum verðið þið aldrei neitt meira en miðlungs+ lið? Og það leiðinlegt!

  Gef ykkur samt það að þið eruð að koma til – enda lítið annað hægt miðað við spilamennsku ykkar undanfarið.

  Ps. ég er ekki man u. eða arsenal-maður…

 2. Einar – við eigum reyndar tvo unga leikmenn sem eru enn undir 20 ára aldri og eru bundnar miklar vonir við. Verulega miklar. Þetta eru þeir Darren Potter, sem verður 20 ára eftir mánuð og er þegar byrjaður að spila vel fyrir aðalliðið í einstöku leikjum. Hann hóf að æfa með aðalliðinu í vor minnir mig og hefur tekið hröðum framförum eftir að vera færður upp úr Akademíunni.

  Hinn er síðan skoski sóknarmaðurinn Robbie Foy, sem að er nýorðinn 19 ára. Hann var færður upp úr Akademíunni og hóf að æfa með aðalliðinu haustið 2003 og hefur einnig tekið stórum framförum. Það eru bundnar miklar, miklar, miklar vonir við þennan gæja og það er talið að hann verði sá næsti sem fær að spila eitthvað með aðalliðinu, jafnvel í einhverjum bikarleikjum eftir áramót.

  Það eru fleiri u-20 leikmenn hjá Liverpool núna en þetta eru í raun þeir einu tveir sem geta verið nefndir í sömu andrá og þeir sem þú taldir upp hjá Arsenal og United. Ef þú tekur þessa kauða, auk þeirra Le Tallec og Flo-Po og manna eins og John Welsh (20 ára), Neil Mellor (22 ára), David Raven (19 ára), Zak Whitbread (20 ára) og Carl Medjani (19 ára) þá er alveg hægt að halda því fram með góðri samvisku að framtíðin sé björt hjá okkar mönnum… :biggrin:

  Auðvitað er enginn þeirra jafn mikið undrabarn og Fabregas, ég viðurkenni það alveg. En samt mikil efni á ferð.

  Og Héðinn – þetta var ekki væl. Einar kom með spurningu sem við hinir gætum rætt ef við vildum: viljum við sjá Benítez nota sömu aðferðir og Ferguson og Wenger og fá unga, erlenda leikmenn til sín ódýrt … eða viljum við sjá hann halda áfram að gefa heimastrákunum í Akademíunni tækifæri, þótt þeir séu ekki endilega jafn rosalega efnilegir framan af?

  Og endilega skildu neikvæðnina eftir við dyrnar áður en þú kemur inná þessa vefsíðu. Liverpool er ekki meðallið í dag, hefur ekki verið meðallið síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og verður ekki meðallið á næstu árum. Erum við með besta liðið í dag? Nei. En við erum með eitt af fjórum bestu, engin spurning.

  Það nennir enginn að lesa svona skítkast, ókei?

 3. Jamm, slakaðu á neikvæðninni, Héðinn. Ég veit ekki til að Liverpool hafi notað þessar sömu aðferðir og Arsenal. Ég var ekki með neitt væl. Ég benti einfaldlega á gagnrýni hjá virtum enskum blaðamanni, sem skrifar í virtasta blað Englands. Hann hefur ýmislegt útá aðferðir Arsene Wenger að setja. Það hafa líka margir forsvarsmenn annarra liða, svo og forsvarsmenn unglingalandsliða í hinum ýmsu löndum.

  Liverpool hefur einfaldlega ekki beitt svona aðferðum, svo einfalt er það.

  Og Kristján, rétt hjá þér með Foy og Potter. Ég gleymdi þeim. Það verður gaman að sjá hvernig þeim gengur. En maður er farinn að efast um að menn einsog Mellor, Welsh og fleiri muni nokkurn tímann slá í gegn almennilega. Eflaust verða þetta menn sem geta spilað í efstu deild, en hvort þeir séu nógu góðir fyrir Liverpool veit ég ekki.

 4. Fínar pælingar Einar, og í rauninni ótrúlegt hversu Wenger kallinum hefur tekist að lokka til sín bráðefnilega leikmenn, hvernig ráðum hann hefur svo beitt.

  Varðandi unga leikmenn Liverpool, þá verð ég að henda inn David Raven í þann pott. Kristján kom aðeins inná hann, en þó svo að strákurinn hafi ekki fengið sénsinn með aðalliðinu ennþá, aðallega vegna þess að Rafa hefur verið að gefa Finnan meiri spilatíma og setja Henchoz í shop window, þá er þetta talinn vera einn sá allra efnilegasti varnarmaður sem komið hefur fram á Englandi í háa herrans tíð. Hann er búinn að vera í sérstöku prógrammi á vegum FA í nokkur ár og er almennt talinn ein bjartasta vonin hjá okkur núna og hefur verið það um nokkurra ára skeið.

 5. Já Einar, ég er sammála því að maður óttast það að þeir Welsh, Mellor og Partridge nái að slá í gegn … vonandi er það ekki orðið of seint fyrir þá að hasla sér völl í aðalliðinu.

  En að mínu mati er það ekki til komið vegna getuleysis þeirra heldur skorts á tækifærum. Ef það var eitthvað sem hægt var að gagnrýna Houllier fyrir þá var það tregi hans til að gefa ungum heimamönnum úr Akademíunni sénsinn. Hann keypti alltaf einhverja franska gúmmítékka eins og Cheyrou eða Jean-Michel Ferri í staðinn. Þess vegna hafa þessir gæjar ekki fengið þau tækifæri sem þeir þurftu að fá hingað til …

  Rafa er nýkominn inn en hann er þegar byrjaður að gefa strákum eins og Potter, Warnock, Whitbread og Mellor séns og það virðist ekki vera langt í að þeir Raven, Foy og Partridge fái að spreyta sig líka með aðalliðinu. Þá get ég ekki ímyndað mér annað en að Welsh og Otsemobor séu aðeins bjartsýnni núna heldur en undir stjórn Houllier.

  Þetta er nú bara staðreyndin. Kannski er það of seint fyrir þessa eldri af þeim að sanna sig, sérstaklega Partridge og Mellor, en ef þeir ná aldrei að ‘meikaða’ þá verður fyllilega hægt að kenna Houllier þar um, að mínu mati.

 6. Jæja ég er ekki alveg sammála að við eigum enga efnilega leikmenn, ég reikna nú með að þið hafið skoðað þessa stráka hérna http://www.liverpoolfc.tv/team/youth/ en það er virkilega gaman að lesa um þessa stráka og alveg öruggelga eiga þeir eftir að gera góða hluti í framtíð liverpool. 🙂

Gerrard: snúinn aftur!

STEVEN GERRARD TIL REAL MADRID!!!