Manchester

gneville02.jpgNúna um helgina er ég að fara á minn fyrsta leik í ensku deildinni. Í raun vildi ég óska þess að hann væri með Liverpool. En svo er ekki. Ég er að fara á leik með…

Man U

Ástæðan fyrir þessu er að mér er boðið á leikinn og því gat ég ekki valið hvaða leik ég myndi fara á. Þannig að ég er víst að fara á Old Trafford á sunnudaginn að sjá Man U tapa fyrir Manchester City. Vonandi get ég þó séð Liverpool leikinn í sjónavrpi á laugardag. Veit einhver hvort hægt sé að sjá Liverpool leiki á Englandi á laugardögum? Er ekki eitthvað black-out á slíkum leikjum?

Ég mun auðvitað styðja Manchester City af heilum hug enda fullt af góðum mönnum hjá City einsog Stevie McMannaman, David James og auðvitað **Robbie Fowler**. Ég vonast sérstaklega til að sjá Fowler spila og fullkominn dagur myndi auðvitað þýða að Fowler myndi skora þrennu,

Þegar ég kem heim ætla ég að reyna að skrifa um ferðina og greina frá því, sem ég kemst að í höfuðstöðvum óvinarins. Þannig ætla ég að reyna að svara spurningum einsog:

* Er hlið að helvíti í kjallaranum á Old Trafford?
* Hversu margir borða rækjusamlokur á Old Trafford?
* Eru Rooney, Gary Neville og co jafn myndarlegir og þeir virðast vera í sjónvarpi?
* Dettur Ronaldo þegar það koma sterkar vindhviður?

Eru fleiri spurningar tengdar Old Trafford, sem brenna á mönnum og menn vilja að ég reyni að svara? Setjið þær þá í ummælin við þessa færslu. 🙂

Já, þetta verður eflaust fróðlegt.

10 Comments

 1. Er svona cue-card fyrir dómarann fyrir aftan mörkin sem blikkar “víti núna”! Þegar einhver United maðurinn skriplar á skötu?

 2. He he, snilld Kiddi! Ég ætlaði einmitt að reyna að finna út hvernig þessum vítaspyrnumálum er hagað. Mér datt t.d. í hug að það væru t.d. send út hátíðnihljóð í öðrum vítateignum, sem gerðu það að verkum að ekki væri hægt að flauta inní vítateig Man U.

 3. Held að það verði lítið mál fyrir þig að finna Liverpool leikinn svo lengi sem þú ert ekki í Greater Manchester. Miðbærinn er blátt hverfi að mestu leiti.

 4. Passaðu þig bara á fljúgandi súpum og pizzum. Annars verður gaman að lesa “hlutlaust” mat um þennan leik 🙂

  Njóttu.

 5. Jájá … ég er með nokkur atriði sem ég hreinlega verð að fá svör við:

  1. Hvaðan fær Demento allt þetta tyggjó á bekkinn? Er svona risastór Wrigleys-flutningatrukkur við leikmannainnganginn á O.T.?

  2. Er Rio Ferdinand með hárkollu? En Ruud van Nistelrooy? Taktu myndir sem sönnunargögn ef þú getur…

  3. Er nokkur áhorfandi á Manchester Unitd leik í raun og veru frá Manchester? Er töluð enska í hátalarakerfinu á O.T. ?

  4. Sérðu Oasis-bræðurna nokkuð þarna … í dulargerfi, einhvers staðar?

  5. Hvar er Steve McManaman???

  Mér þætti vænt um það ef þú gætir svarað þessu eftir helgi…

 6. ekki segja að þú sért Liverpool fan a.m.k. ekki í kringum Man.utd menn. :biggrin2:

 7. Sky eda ITV syna ekki klukkan 3 leiki. Held thu farir ekki a pobbinn til ad sja leikinn. Sky birta samt tolur ur ollum leikjum jafnodum og hafa menn a vellinum, thannig ef their skora faerdu ad vita thad strax og hvernig addragandinn var. Goda skemmtun a leiknum. Go City!!!

 8. Félagi minn flaug út í morgunn (föstudag) til Manchester í ferð sem væntanlega er skipulögð í tengslum við Manu Mancity leikinn en hann stekkur beint upp í bíl eftir lendingu og brunar yfir til Liverpool til að sjá Lfc Birm. Ekkert kjaftæði. :tongue:

 9. Jamm, það hefði verið draumurinn. En ég komst nú að því að ég á ekki að lenda í Manchester fyrr en kl 16 á laugardaginn, sem þýðir að ég missi af leiknum. 🙁

 10. :mad:Maður fer nú að fá nóg af endalausi klúðri þessarra manna. Menn eins og pongolle og kewell semv virðast aldrei standa undir neinu,haman varnarmaður út í eitt og það er ansi hart þegar maður er farinn að vona að manni eins og biscan verði skipt inná 😡 😡 😡 😡

Deportivo 0 – L’pool 1

Afmælisbók + Liðsmynd