Blackburn 2 – L’pool 2

Jafntefli á útivelli. [2-2 á móti Blackburn](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N146538041030-1914.htm).

Dææs! Ég nenni varla að skrifa um þetta. Þetta var slappt. Jafntefli á útivelli gegn lélegasta liði deildarinnar. Og sem extra bónus, þá er Djibril Cisse meiddur og [líklega fótbrotinn](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/3968511.stm), sem þýðir að hann gæti verið frá í nokkra mánuði. Þá erum við með akkúrat tvo framherja til að velja úr, Milan Baros og Florent Sinama-Pongolle. Ekki gott!

Það virðist vera eitthvað við þetta Blackburn lið að Liverpool menn enda alltaf í meiðslum á móti því. Á Ewood Park í fyrra brotnuðu bæði Baros og Carragher og voru frá í meira en hálft ár. Núna virðist það sama hafa gerst fyrir Cisse.

Ég er verulega pirraður. Það er algjör óþarfi að gera jafntefli á móti svona liðum. Ég er pirraður útí Benitez fyrir að byrja með FJÓRA bakverði inná. Hvaða djöfulsins kjaftæði er það eiginlega? AF HVERJU Í ÓSKÖPUNUM FÆR STEVE FINNAN AÐ SPILA FYRIR ÞETTA LIÐ???

Allavegana, liðið sem byrjaði inná var svona:

Kirkland

Josemi – Carragher – Hyypiä – Traoré

Finnan – Alonso – Hamann – Riise

Baros – Cissé

Hamann, Josemi og Finnan voru án efa slöppustu menn liðsins. Alonso og Baros þeir bestu.

Þetta byrjaði ágætlega. Xabi Alonso gaf **stórkostlega** sendingu á Riise, sem skoraði framhjá Friedel eftir aðeins 7 mínútur. Þetta virkaði auðvelt og ég var strax farinn að bóka öruggan sigur einsog á móti Charlton í síðustu viku. En svo reyndist ekki vera.

Blackburn náðu stuttu síðar að jafna eftir að rangstæðutaktík Liverpool hafði mistekist hrapallega. Josemi missti mann sinn innfyrir og í stað þess að reyna að ná honum, horfði hann á dómarann meðan Blackburn skoruðu. Jay Bothroyd skoraði markið.

Hlutirnir bötnuðu ekki eftir þetta. Nokkrum mínútum fyrir hálfleik komst Cisse upp kantinn. Blackburn leikmaður braut á honum (að því er virtist óviljandi) og Cisse virðist vera fótbrotinn. Hann öskraði af sársauka og leikurinn tafðist í nokkrar mínútur.

Djibril Cisse er án efa vonbrigði þessa vetrar. Hann hefur ekki getað nokkurn skapaðan hlut með Liverpool, en það er þó hræðilegt að missa hann. Ég hef ekki jafnmikið álit á honum og Kristján, en ég hef þó trú á að hann geti gert góða hluti í enska boltanum. Það er þó alveg ljóst að við værum í betri stöðu ef við hefðum haldið Michael Owen og sleppt því að kaupa Cisse.

En allavegana, eftir að venjulegum leiktíma lauk í fyrri hálfleik skoruðu Blackburn aftur, eftir fáránlegan varnarleik hjá Hyypia. Hann gaf boltann létt á Emerton, sem skoraði.

Seinni hálfleikur var lítið skárri, en við skoruðum þó mark. Blackburn gáfu boltann á Luis Garcia (sem kom inná fyrir Cisse) og hann gaf glæsilega sendingu inná Baros, sem skoraði framhjá Friedel.

Síðustu mínútur leiksins voru einstaklega slappar. Blackburn **yfirspilaði** Liverpool algjörlega og Benitez neyddist til þess að setja Salif Diao til að reyna að styrkja miðjuna, enda var Alonso algjörlega einn á miðjunni. Hlutirnir löguðust aðeins og Liverpool sóttu síðustu mínúturnar, en náðu ekki að skora.

**Maður leiksins**: Þetta var slappt, en **Xabi Alonso** stóð uppúr, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Hann stjórnaði spilinu og var besti leikmaður liðsins. Ef hann hefði bara verið með *einhvern* annan en Hamann á miðjunni, þá hefði þetta farið öðruvísi.

En þetta eru mikil vonbrigði. Liverpool á að vera miklu, MIKLU betra lið en Blackburn, en það sást svo sannarlega ekki í dag. Það er fáránlegt að á sama degi og Man U tapar og Arsenal geri jafntefli, þá náum við ekki að nýta okkur það almennilega. Lið, sem klára ekki svona leiki, verða EKKI meistarar. Svo einfalt er það.


Viðbót (Kristján Atli): Ég er alveg jafn svekktur með jafnteflið og þú, Einar, en ég er ekki sammála þér með Djibril Cissé. Hann hefur þegar skorað þrjú mörk í vetur og átt góða leiki inn á milli, þótt hann hafi átt það til að hverfa alveg.

Munurinn á honum og öðrum ungum framherjum (hann er nýorðinn 22 ára) er sá að vegna þess að Owen var seldur hefur Cissé verið hent beint inn í liðið og þar hefur hann þurft að taka út sína eldskírn. Til dæmis er hægt að bera þetta saman við Milan Baros, sem Houllier gerði vel í að halda fyrir utan aðalliðið fyrstu 10 mánuði sína hjá Liverpool. Hann fékk tíma til að aðlagast nýju landi, nýjum siðum, breyttri knattspyrnu og kynnast nýjum félögum – og síðan kom hann inn í liðið, þegar hann var tilbúinn.

Ef Owen hefði verið kyrr hjá okkur í haust grunar mig að Benítez hefði verið gjarn á að nota hann og Baros meira framan af vetri, og haft Cissé sem þennan unga strák sem kæmi inn af bekknum. En Owen fór rétt áður en leikmannamarkaðurinn lokaði og því tókst ekki að kaupa nýjan framherja í hans stað.

Þannig að ég get alveg tekið undir það að Cissé hafi átt erfitt tímabil hingað til – en ég er alls ekki sammála því að hann hafi valdið vonbrigðum. Gleymum því ekki að það hafa stærri nöfn en hann komið í enska boltann og átt erfitt með að finna sig (Kezman, einhver??? ) …

Það eina sem maður getur tekið sem vísu frá meiðslum Cissé í dag er það að hafi leikið einhver vafi á því að það verði keyptur framherji í janúar er sá vafi horfinn. Með aðeins þá Baros og Sinama-Pongolle heila er verslun á framherja skyndilega orðið forgangsmál þegar leikmannamarkaðurinn opnar.

Cissé óska ég góðs bata, vona að hann verði ekki ooof lengi frá (þótt það sé líklega a.m.k. hálft ár) og ég hlakka til að sjá hann þegar hann kemst aftur á ról í vor eða næsta haust. Hann er ennþá ungur og kannski snýr hann tvíefldur til baka – eins og Baros gerði eftir áramót! Vonum það allavega.

En já, jafntefli er betra en tap á útivelli en samt ekki nógu gott. Við áttum að vinna þennan leik, svo einfalt er það bara.

6 Comments

  1. Í langan tíma hef ég ekki öskrað/slegið í hluti/skipt um stöð við að horfa á fótbolta. 50% af þessu Blackburn liði átti skilið að fá gult/rautt spjald í þessum leik. Ég veit ekki hvað þjálfarinn/framkvæmdastjórinn lætur þá gera á æfingum en eitt er ljóst að þeir eiða 90% af æfingunum að tækla. Liverpool spilaði mjög vel, hefði annar dómari verið á leiknum (t.d. sá sem er alltaf að gefa spjöld) þá hefði Blackburn liðið ekki tæklað 99,99% sem Liverpool var með boltann. Eins og ég sagði þá spilaði Liverpool mjög vel utan við Haman/Finnan en hvernig fengum við 2 mörk á okkur? Klaufaskapur í vörninni.

    Cisse. Hann er fótbrotin og ég skil ekki afhverju þulirnir gátu ekki séð þetta. Þetta var algjör viðbjóður og grei Cisse því ég veit nokkurnveigin hvernig er að lenda í alvarlegum meiðslum (slitið krossband/fótbrotnað/puttabrotnað o.s.frv.). Búist við að hann verði frá í 8-10 vikur myndi ég gíska á. Var þetta óviljanlegt/viljanlegt? ég myndi segja 50/50, Cisse er kominn sirka 1 metra á undan og varnamaðurinn vissi að hann var búinn að missa svo varnarmaðurinn breytir AÐEINS um stefnu og fer þá með fótinn sinn á undan vinstri fóts Cisse og þegar Cisse tekur næsta skref þá fer fóturinn beint í jörðina og fótur varnarmannsins klemmir á milli=Snapp.

  2. Tja, Kristján, kannski var ég aðeins of æstur í að gera lítið úr afrekunum hjá Cisse. En það er bara eitthvað við hann, sem ég er ekki að fíla. Hvort það er bara að hann er ALLTAF í fýlu, eða hversu mikið hann hefur horfið í leikjum. Eða það að hann átti að fylla fótspor uppáhaldsleikmannsins míns. Ég veit ekki.

    En þetta var nokkurn veginn það versta, sem gat gerst núna. Við þurftum ekki á því að halda að missa byrjunarmann úr liðinu nokkrum dögum fyrir **gríðarlega** mikilvægan Evrópuleik.

  3. En hann var einn markahæsti leikmaður Evrópudeildanna síðustu þrjú ár. Owen kostaði “bara” 8 milljón pund … ertu að gefa í skyn að hann sé næstum því helmingi ómerkilegri leikmaður en Cissé, af því að hann kostaði 14 milljón pund?

    Er þá Drogba helmingi betri en Cissé, af því að hann kostaði næstum því tvöfalt meira?

    Verðið skiptir engu máli hérna.

  4. Þetta Blackburn lið var með hreint ólíkindum gróft í dag, og tek ég þar fyllilega undir með Finni. Það er orðið áhyggjuefni með enska boltann hve mikið leikmenn komast upp með….þetta er orðið eins og í “gamla daga”, þegar Maradona var klipptur niður trekk í trekk…..og ekkert gert. Ég sá nú ekki Man.Utd – Arsenal um s.l. helgi en skilst að svipað hafi verið uppá teningnum þá?! Okkar menn fengu svo sannarlega að líða fyrir þetta í dag….með alvöru dómara í dag hefði þessi leikur þróast á allt annan veg og KNATTSPYRNULEGUR munur á liðunum hefði komið í ljós.
    P.s. Það verður eflaust erfitt fyrir leikmenn Liverpool að ganga til leiks gegn Blackburn á Ewood Park næst þegar liðin mætast þar!!! Hver skildi fótbrotna þá?!

  5. ja hér ekki veit ég hvernig Kristján Atli sér fótbolta en það er ansi iskrýtið,,Ég segi , það skiptir engu máli frá hvaða landi þú ert né hvaða tungumál þú talar ef þú ert góður í fótbolta þá ertu gjaldgengur hvar sem er , þetta á við um Cisse hann er búinn að vera markahæstur í frönsku deildinni undanfarinn ár en samt bara 22 ,enska deildin er ekkert betri en sú franska langt frá því.22 ára ertu búinn að spila í meistarflokki í 5 -6 ár það er alveg furðulegt þegar er verið að tala um þessa ensku deild eins og hún sé eitthvað svaka dæmi !

Byrjunarliðið komið:

Cisse fótbrotinn (uppfært: TÍMABILIÐ BÚIÐ)