Meira um Morientes og sóknina

Sögur um að Fernando Morientes sé á leiðinni til Liverpool halda áfram að magnast. Það nýjasta í þessu er að nokkrir miðlar benda á að umboðsmaður Morientes, Gines Carvajal hefur verið í Liverpool í vikunni. Hvort hann var að semja við Liverpool eða í skemmtiferð fylgir hins vegar ekki sögunni.

Einhverjir hafa verið að vitna í sögur um að Morientes geti ekki komið til Liverpool í janúar vegna þess að hann hafi nú þegar skipt um lið á árinu. Ég veit ekki hvort þetta er rétt, en held þó ekki að þetta sé málið. Ég hef nefnilega bara séð eina frétt á Tribal Football um þetta. Allir aðrir, sem hafa fjallað um þetta, allt frá þulunum á ITV til Sky.com hafa ekkert talað um nein vandkvæði á því að Morientes gæri skipt um félag í janúar.

Umboðsmaður Morientes heldur áfram að koma því á framfæri að hann sé ekki ánægður hjá Madrid. Hann er hundfúll yfir því að talað sé um Ronaldo, Raúl og Owen sem Galacticos, en ekki Morientes. Eftifarandi punktur hjá umboðsmanninum er nokkuð góður:

>”If [Morientes] had not already been at Real Madrid maybe they (Real) would have tried everything to sign him as a galactico but because he is already here (at Madrid) he is not a galactico.

>”It’s easier to give opportunities to someone who has come in (to Real Madrid) than someone who is already at the club.

Ég hef sagt það áður að helst vildi ég bara fá Owen aftur, en einnig er Morientes frábær kostur. Hann vill fara frá Madrid og vill koma til Liverpool. Hann er mjög reyndur, á besta aldri (28 ára) og gæti verið frábær viðbót við þetta Liverpool lið.


Það virðist svo vera sem að Sinama-Pongolle sé ekki í náðinni hjá Benitez og því hefur Benitez í raun bara úr tveim alvöru kostum að velja í framlínunni. Benitez hefur reyndar [hafnað beiðni Sinama-Pongolle um að vera seldur](http://www.sportinglife.com/football/premiership/news/story_get.dor?STORY_NAME=soccer/04/10/19/manual_080520.html) , en það er augljóst að það er eitthvað skrítið við samband þeirra tveggja. Það er allavegana meiriháttar skrítið þegar Benitez tekur Cisse útaf og setur Steve Finnan inná í staðinn.

Það er alveg ljóst að sóknarmenn Liverpool hafa aðeins nokkrar vikur til að hrökkva í gang, að öðrum kostum verður tekið til þeirra á meðal. Baros hefur án efa verið okkar besti sóknarmaður. Cisse hefur verið gríðarleg vonbrigði og Sinama-Pongolle hefur varla komið inná. Eitthvað þarf að breytast, því óbreytt ástand í þessum málum er ekki viðunandi.

Vesen

Ennnnn um Morientes (+viðbót)