Landsleikjahrina

Þá er fyrri partinum af landsleikjahrinunni lokið og það styttist í næsta Liverpool leik. Það voru nokkrir Liverpool menn að spila í gær.

Djibril Cisse [byrjaði inná](http://www.uefa.com/competitions/WorldCup/FixturesResults/Round=1915/Match=75272/Report=MS.html) með Thierry Henry þegar Frakkar tóku á móti Írlandi. Hvorki Cisse né öðrum Frökkum tókst að skora. Það er einnig athyglisvert að Alou Diarra, sem er í láni hjá Lens, kom inná sem varamaður í leiknum. Steve Finnan lék fyrir Írland.

Xabi Alonso [kom inná sem varamaður](http://www.uefa.com/competitions/WorldCup/FixturesResults/Round=1915/Match=75359/Report=RP.html) þegar að Spánverjar unnu Belga. Alonso kom inná í seinni hálfleik fyrir Albelda, leikmann Valencia.

Auk þessara leikmanna spiluðu Dudek, Riise, Baros, Hyypia og Henchoz einnig í [landsleikjum í gær](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N146297041010-0939.htm). Jamie Carragher komst hins vegar ekki á bekkinn fyrir enska landsliðið.

Já, og sumir leikmenn [læra seint af reynslunni](http://www.reuters.co.uk/newsArticle.jhtml?type=footballNewsUK&storyID=6459995&src=rss/uk/footballNews&section=news)

4 Comments

  1. Sko ég er nýbúinn að fjárfesta í Sky+ digital og lenti akkúrat á landsleikjahrinu…hlakka til að nýta mér þetta skemmtilega sjónvarpsefni í gegnum professional þuli. Óskið mér til hamingju!

  2. Heyrðu, Eiki, ég er einmitt að spá í þessu þessa dagana, þar sem Sýn og Stöð 2 hafa ekkert lækkað í verði. Mig langar rosalega í + vegna þess að það tæki er með harðan disk líkt og Tivo.

    Þannig að gætirðu sagt mér hver reynslan er? Hvernig er upptökutækið að virka? Var vesen í samskiptum við Eico (eða annan íslenskan umboðsmann) og svo framvegis?

  3. Er með sky + og það er ekki bakkað frá því. Þetta er algjör snilld. Fór þá leið að kaupa búnað frá Svari. Þú getur síðan athuga hvort þeir geti ekki bent á aðila til að hjálpa þér með áskriftina en ekki kaupa einhverja mánaðar áskrift. Borgaðu frekar eina greiðslu í byrjun og síðan bara af kortinu þínu. Sú greiðsla er svipuð og bara af st.2. en margfalt efni og miklu betra efni.
    Eina leiðinlega með enska er að sky sýnir ekki ensku í beinni á laugard. vegna reglna sem ég skil ekki. Hef heyrt að þær séu til þess að auka ásókn á leiki þá daga. Annars er sky snilld og það besta er að á sky+ lætur maður tækið taka upp þættina sjálfkrafa og horfið síðan á þá og spólar yfir auglýsingar – notabene – allt digital og gæðin því frábær!

    kv,
    HK

Harry Kewell: 2. hluti

Ferguson? Og Víctor? Í janúar???