Mörk á útivelli

Ekki það að ég vilji að menn fari í eitthvað þunglyndi. Eeeeeen vil bara benda á að Liverpool leikmaður hefur ekki skorað á útivelli síðan að Cisse skoraði gegn Tottenham 14.ágúst. Síðan eru liðnar **7 vikur!!!**. **49 dagar!!**.

Liðið hefur nú spilað **410 mínútur**, eða nær **7 klukkutíma** án þess að skora mark á útivelli (n.b. markið á móti Man U var sjálfsmark). Þetta segir allt, sem segja þarf um gengið á útivöllum.

3 Comments

  1. Ég rakst á grein á Liverpoolfc.tv að Diarra lánsmaður Liverpool hjá Lens sé að spila það vel að hann hafi verið valinn í franska landsliðið. Maður verður að spyrja sig að því hversvegna standi á því að hann sé þarna í frakklandi ennþá sérstaklega eins og staðan er á miðjumönnunum okkar, það var svosem ekki hægt að sjá það fyrir að Gerrard myndi meyðast en það er heldur ekki hægt að búast við því að Gerrard og Alonso spili alla leiki og nú þegar að Murphy er farin ætti Diarra allan möguleika á því að vera einn af fjórum fremstu miðjumönnum okkar og jafnvel að geta unnið sig framfyrir Hamann, sem myndi þýða það að hann fengi að spila talsvert í vetur jafnvel þó svo að Gerrard hefði ekki meiðst.

  2. Já, þetta er verulega athyglisvert með Diarra. Einhvern veginn hélt maður að hann væri bara enn eitt Houllier klúðrið.

    En við megum þó ekki alveg tapa okkur yfir því að hann hafi verið valinn í franska landsliðið, því Bruno Cheyrou var líka valinn. En það verður gaman að fylgjast með Diarra í vetur.

    Nú veit ég hreinlega ekki hvernig reglurnar varðandi lánsmenn eru, hvort Liverpool mætti fá hann tilbaka strax. Veit einhver hvernig því er háttað?

  3. Það er yfirleitt samningsatriði hvort að það er sett ‘Recall’-klausa í samninginn eða ekki. Í tilfelli Diarra myndi ég halda að það hafi ekki verið sett inn slík klausa, þar sem menn hafa eflaust talið að hans yrði ekki þörf.

    Þannig að hann kemur aftur næsta sumar, held ég alveg örugglega. Hvort við seljum hann þá eða tökum hann inn í hópinn verður svo að koma í ljós.

Chelsea 1 – L’pool 0

Hlé (uppfært!)