Liðið í dag!

Staðfest byrjunarlið gegn Chelsea í dag:

Chris Kirkland

Josemi – Carragher – Hyypiä – Traoré

García – Alonso – Diao – Riise

Cissé – Kewell

Bekkurinn: Jerzy Dudek, Steve Warnock, Milan Baros, Didi Hamann, Steve Finnan.

Þannig að svo virðist sem heimildarmaðurinn okkar hafi haft rétt fyrir sér í gær með pælingar Benítez … nema að Hamann er ekki í liðinu eins og búist var við. Warnock var lélegasti maðurinn okkar gegn Olympiakos og ég spáði eftir þann leik að Diao gæti hirt stöðuna af Hamann þannig að í raun er þetta fyllilega skiljanleg uppstilling.

Þetta verður spennandi. Það verður líka gaman að sjá hvort Kewell nær að skila meiru af stoðsendingum/mörkum í holunni en á vængnum!


**Viðbót (Einar Örn)**: Mér líst mjög vel á þetta. Frábært að fá Kirkland inn!! Hamann og Warnock voru gríðarlega slappir gegn Olympiakos, þannig að það er fínt að fá Traore og Diao inní liðið.

Benitez gerir væntanlega ráð fyrir því að bakverðirnir verði ekki mjög sókndjarfir, og því setur hann Traore inn til að styrkja vörnina, en hann er talsvert betri varnarmaður en Riise.

Svo er fínt að fá Diao inní baráttuna á miðjunni. Hamann var gjörsamlega kraflaus á miðjunni gegn Olympiakos. Þó það megi ásaka Diao um margt, þá er alveg ljóst að hann verður fullur af baráttu í þessum leik. Vonandi að það smiti af sér.

Eftir Olympiakos leikinn sagði ég að ég vildi sjá [þrjá leikmenn á handahlaupum útúr byrjunarliðinu: Dudek, Finnan og Hamann](http://www.kop.is/gamalt/2004/09/28/22.06.45/). Og VITI MENN, þeir eru allir dottnir útúr liðinu. Ég get svo svarið það, Benitez les þessa síðu 🙂

2 Comments

  1. Ég get svo svarið það, Diao og Kewel sáust ekki allan leikinn. Var Diao virkilega inná?

  2. jú ég sá diao þarna einu sinni… þegar honum var skipt útaf… kewel var nú í boltanum öðru hvoru, en misti hann alltaf jafn óðum…
    annars fannst mér líka sorglegt hversu illa var farið með josemi í þessum leik… william gallas (sem er nb. ekki maður sem tekur á varnamenn á venjulegum degi…) skildi josemi eftir liggjandi í grasinu trekk í trekk… vonandi að við þurfum ekki að fara að leyta að enn einum hægri bakverði…

Chelsea á morgun!

Chelsea 1 – L’pool 0