Lið vikunnar

Vá!

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kemst Xabi Alonso EKKI í [lið vikunnar](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=227981&CPID=&clid=&channel=Football_Home_Page) á Sky Sports.

Á miðjunni í því liði eru Lee Bowyer og Frank Lampard. Eru menn ekki að fokking grínast? Lee Bowyer hefur ALDREI á ævinni spilað jafnvel og Xabi Alonso gerði á laugardaginn og hann mun aldrei gera það í framtíðinni. Ég sá ekki Chelsea leikinn (það er talsvert skemmtilegra að sofa en að horfa á þetta hundleiðinlega Chelsea lið) en ég stórlega efast um að Lampard hafi leikið betur en Alonso.

En allavegana, það eru þó ÞRÍR Liverpool menn í liði vikunnar, sem verður að teljast mjög gott. Luis Garcia er á kantinum (fyllilega verðskuldað), Sami Hyypia er í vörninni og svo er Djibril Cisse frammi.


Xabi Alonso kemst hins vegar í [lið vikunnar á Soccernet](http://soccernet.espn.go.com/feature?id=311528&cc=5739), ásamt Djibril Cisse. Þannig að Cisse komst í lið vikunnar bæði á Sky og Soccernet. Gott hjá honum.

**Uppfært (Einar Örn)** BBC er líka búið að [birta lið vikunnar](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/3569808.stm). Þar eru Alonso og Bowyer saman á miðjunni. Einnig er Milan Baros í framlínunni.

4 Comments

 1. Ég er nokkuð sammála þessu. Lee Bowyer átti frábæran leik fyrir Newcastle það eru margir sem álíta það. En Sky er eini staðurinnn þar sem Lampard er í liði vikunnar (eins og venjulega) það er eins og byrjunareinkunn hjá honum sé 9 og ef hann spilar sæmilega þá heldur hann því. Ég horfði á Chelsea leikinn og hann gerði ekkert merkilegt þar. Soccernet var í basli með að velja mann leiksins því það gerði enginn neitt sérstakt völdu reyndar Terry á endanum.

  Ég sá ekki Liverpool leikinn en er búinn að lesa slatta um hann og ég trúi því auðveldlega að Alonso hafi verið mikið betri en Lampard (þurfti reyndar ekki mikið til) enda tel ég hann einfaldlega vera mikið betri knattspyrnumann.

 2. Ég er sammála Óla – Lee Bowyer er ekki skandallinn í þessu liði Einar, þar sem það var mikið rætt um það í fjölmiðlum að hann hafi verið að spila sinn besta leik í marga mánuði fyrir Newcastle á miðjunni. Virðist vera að öðlast nýtt líf undir stjórn Souness.

  Hins vegar þá horfði ég líka á hádegisleik Chelsea og M’boro og ég tek undir með Óla – Frank Lampard var ekkert slæmur í þeim leik en heldur ekkert framúrskarandi. Hann gerði ekkert sem marktækt er í þeim leik.

  Það er alveg orðið almannavitneskja nú í dag að Sky Sports eru nánast bara útibú frá Chelsea TV. Allir sem horfa á þá stöð hafa tekið eftir því í allt sumar og nú í haust að þeir byrja fréttatímana alltaf á annað hvort fréttum úr herbúðum Chelsea eða einhverri tilvitnun í einhver fleyg orð hjá Mourinho. Og eftir leiki laugardagsins, þar sem Man U og Arsenal unnu 1-0 útisigra eins og þeir bláu og við og Newcastle unnum rosalega sannfærandi sigra … þá skellti Sky Sports þessari fyrirsögn upp á netið: “Drogba destroys Boro!!!”

  Þannig að þótt þeir setji Lampard fram yfir Xabi Alonso inn í lið vikunnar þá get ég fullvissað ykkur um að þeir eru einir um þá skoðun. Ekki einu sinni Mourinho myndi reyna að halda því fram að Lampard hafi verið betri um helgina en Xabi Alonso.

  Svo sjáum við bara til á laugardag, en næsti deildarleikur okkar er einmitt gegn … you guessed it … Chelsea!

 3. Ok, ég sá ekki Newcastle leikinn, en það er athyglisvert að Bowyer skuli ekki vera í liði vikunnar þar.

  Raunar eru einu mennirnir, sem komast í bæði liðin Ashley Cole, Ronaldo og Cisse.

  Annars er ég náttúrulega sammála þessu bæði með Chelsea og Lampard. Það er magnað hvað þeir komast upp með að leika leiðinlegan bolta án þess að nokkur fjölmiðill gagnrýni þá.

 4. Ég hef séð alla leiki Chelsea í haust, sem og alla leiki Liverpool, og þótt þeir séu enn taplausir í deildinni þá minnir þetta mig rosalega mikið á byrjunina okkar fyrir tveimur árum. Við vorum taplausir í fyrstu 12 umferðunum, með 9 sigra og 3 jafntefli, þangað til tap gegn Middlesbrough í miðjum nóvember hratt af stað ótrúlega lélegri leikjahrinu hjá okkur.

  Þetta Chelsea-lið í dag er að spila eins og við spiluðum þá. Fá á sig fá ef engin mörk (1 hingað til í öllum leikjum, sem er rosalega gott) og skora í mesta lagi eitt eða tvö til að sigra leiki. Þeir halda fyrst og fremst hreinu og eru með boltann 55-70% af leiktímanum í hverjum einasta leik. Þannig að það er rosalega erfitt að brjóta þá niður.

  Hins vegar kemur að því, fyrr en síðar, að þeir fá á sig mark og tapa leik og þá mun gagnrýnin hellast yfir Mourinho og félaga. Þeir eru einfaldlega ekki að spila fallega knattspyrnu. Áhrifaríkt, já – fallegt, nei!

  En það pælir enginn í því á meðan þeir eru að vinna … ástarsamband Mourinho og fjölmiðla heldur áfram alveg þangað til hann tapar. Þegar Arsenal tapa næst, sem hlýtur að fara að styttast í, þá geri ég ráð fyrir að þeir muni bara yppa öxlum og fara í næsta leik þar á eftir eins og síðustu 50 leiki … til að spila sókn, leika til sigurs.

  Þegar Chelsea-liðið tapar sínum fyrsta leik þá geri ég fastlega ráð fyrir að fjölmiðlarnir muni snúast gegn þeim hraðar en þú getur sagt Ómar Ragnarsson og það muni neyða Mourinho í algjöra naflaskoðun varðandi sína taktík. Það er glæpsamlegt að hafa Duff, Robben, Mutu, Cole, Eið Smára, Drogba, Kezman og Geremi í sínum hópi og spila varnarsinnaðasta boltann í deildinni. Glæpsamlegt.

  Þeir munu uppskera eins og þeir sá, sjáið til…

Houllier og Xabi Alonso

Mista í janúar? (uppfært)