Houllier og Xabi Alonso

Uppáhaldsþjálfari okkar allra, Gerard Houllier var í viðtali nýlega og talkfc birtir [hluta úr því](http://www.talklfc.com/forums/index.php?showtopic=3599).

Þar finnur Houllier aðra afsökun fyrir slæmu gengi liðsins undir hans stjórn:

>”**My one regret** about the six seasons I spent with Liverpool is that I returned too soon after my heart operation,” Houllier said.

>”It had been five months since I handed over to Phil Thompson, and before we played Roma in a Champions League game I thought I’d give the team an extra one per cent of energy if I sat on the bench.”

>”That is what happened, as we won 2-0. But my mistake was to not take a break after that match.”

>”We finished the season second in the Premiership with 80 points. But I was tired, and I think we paid the price the following season.”

(feitletrun mín)

Þannig að það EINA, sem Houllier sér eftir er að hafa ekki hvílt sig nóg? Virkilega? Ertu alveg viss, Gerard? Sérðu virkilega ekkert eftir því að hafa spilað Heskey á vinstri kantinum, eftir að hafa keypt Diouf, Heskey, Ferri, Camara og fleiri? Sérðu ekkert eftir því að hafa spilað leiðinlegan varnarbolta í sex ár?

Æji, nenni ekki að pirra mig útaf þessu. Guði sé lof fyrir RAFAEL BENITEZ!


Annars, þá halda aðdáendur Liverpool auðvitað ekki vatni yfir Xabi Alonso eftir leikinn í gær. Nokkuð gaman að lesa á spjallborðunum. Fann m.a. nokkra góða punkta á YNWA.tv

>I thank God he’s not English. Hopefully the media’ll just keep paying attention to boring boring Chelsea and Xabi can quietly lead us to the title 🙂

Einnig þessi saga, sem nokkrir staðfestu:

>Somebody told me today that they were talking to Rick Parry last week at a fuinction they both attended……

>He said that Parry was saying the club was prepared to pay what it took if Gerrard went to Chelsea…..They would have matched any offer that Sociadad would get for Alonso…..Benitez was adamant that if Gerrard went there was only man he wanted to replace him with asnd that was Xabi

>So when SG decided to stay….Benitez still wanted him but meant that if it got silly we could walk away…They were expecting an acution with Madrd after Vieira decided not to go there……When the bidding started apparantly Xabi’s people told LFC that he wanted to move to one club only and work with one manager only

Ég hafði strax í byrjun mikið álit á Xabi Alonso. Fyrst og fremst vegna þess að ég hafði séð hann spila og einnig hvernig hann [kvaddi stuðningsmenn Real Sociedad](http://www.kop.is/gamalt/2004/08/19/19.04.29/). Núna erum við með tvo af bestu miðjumönnum í Evrópu.

Steven Gerrard er 24 ára gamall
Xabi Alonso er 22 ára gamall

Pælið í þessu!

3 Comments

 1. Þannig að Benítez vildi fá Xabi Alonso til að fylla upp í skarðið fyrir Gerrard ef hann færi til Chelsea?

  Virðist hafa verið hárrétt mat hjá stjóranum okkar – enda var ekki að sjá að við söknuðum Gerrard mikið í gær… :biggrin2:

  Ég er ekki að niðra Gerrard. Hann er leiðtoginn í liðinu, fyrirmynd hinna leikmannanna og ennþá besti leikmaðurinn okkar. En það eru góðar fréttir bæði fyrir hann og klúbbinn að hann skuli ekki lengur vera í sérflokki þarna inná vellinum. Xabi Alonso og Luis García eru, að mínu mati, báðir í sama heimsklassa og hann er. Það geta Milan Baros og Djibril Cissé líka orðið með tímanum, en þeir þurfa aðeins að aðlagast og þroskast sem aðalframherjar fyrst.

  Það er bara gaman að vita til þess að í þessari miðjustöðu getum við núna valið úr: Gerrard, Alonso, Hamann, Diao, Biscan, Potter og jafnvel John Welsh.

  Vissulega betra val en: Gerrard, Murphy, Diao, Biscan og Bruno Cheyrou.

  Frábær leikur í gær, maður er ennþá í hálfgerðri vímu eftir að hafa séð Xabi Alonso spila! Ég nenni ekki að pirra mig á Houllier í dag, ég er honum þakklátur fyrir margt og honum reiður fyrir margt en nú er bara björt framtíð framundan… 😉

 2. Ég vona bara að Alonson verði ekki jafn gjarn á að meiðast og Gerrard hefur verið í gegnum tíðina. En það er ljóst að þessi leikmaður á eftir að stjórna leikjum eins og Platini gerði fyrir Juve hér áður fyrr. Það verður líka gaman að sjá þegar við spilum við lið eins og Arsenal, þá á eftir að reyna virkilega á Alonso, en persónulega hef ég fulla trú á að hann eigi eftir að hafa betur gegn Vieira og félögum

 3. Alonso, ekki Alonson, vill ekki gera hann íslending eins og Jon Dahl Tomasson

Liverpool 3 – Norwich 0

Lið vikunnar