Liðið á móti Norwich

Jæja, þá er komið staðfest lið gegn Norwich. Hins vegar verður leikurinn **ekki** sýndur í beinni útsendingu, heldur verður hann sýndur á Players kl 18.10. Því munum við Kristján forðast netið einsog heitan eldinn í allan dag 🙂

Allavegana, liðið verður svona:

Jerzy Dudek

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Garcia – Alonso – Hamann – Warnock

Cisse – Baros

Semsagt nokkrar breytingar. Cisse og Baros fá að spreyta sig aftur saman frammi eftir þónokkuð hlé. Garcia dettur því á hægri kantinn á meðan að Finnan fer aftur í sína gömlu stöðu í bakverðinum. Josemi, sem hefur að ég held spilað alla leikina hingað til, fær að hvíla sig.

Einnig dettur Harry Kewell út vegna meiðsla og Stephen Warnock fær tækifæri til að sanna sig á kantinum. Já, og svo kemur náttúrulega Hamann inn fyrir Gerrard á miðjuna.

Þetta er svona nokkurn veginn einsog maður bjóst við nema að það kemur á óvart að Josemi sé hvíldur. Ég spái þó 3-0 sigri. Lykillinn að því er þó að okkur takist að skora fljótt, því Norwich vörnin hefur verið gríðarlega sterk og ekki fengið á sig mark í 270 mínútur.

Norwich á morgun!

Liverpool 3 – Norwich 0