Gerrard frá í 6-8 vikur (uppfært)

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei.

Gerrard er meiddur og verdur [sennilega fra i 6-8 vikur](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/3674846.stm).

Þannig að það er ekki nóg að við höfum tapað fyrir Man U, heldur er fyrirliðinn og besti leikmaður okkar meiddur.

Leyfið mér adeins að öskra

AAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRRHHHHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Djöfulsins andskotans helvítis rugl.

Takk fyrir.


Viðbót (Kristján Atli): Ég er feginn að við keyptum Xabi Alonso. Tilhugsunin um Hamann og … Diao! … saman á miðjunni er bara þunglyndisvaldandi. En þetta er engu að síður reiðarslag, ég hefði frekar tapað leiknum 5-0 og haft Gerrard heilan á eftir en að tapa 2-1 og missa hann út í 8 vikur.

Helvítis óheppni alltaf hreint. Samt, Arsenal voru á sigurbraut í byrjun tímabils án Sol Campbell og Patrick Vieira, þannig að ef við ætlum að kalla okkur topplið verðum við að sanna að við getum spilað toppbolta án manns eins og Gerrard. Þannig að kannski einhverjir óvæntir stígi upp og sanni sig núna? Vona það allavega.

7 Comments

 1. Þrátt fyrir ótvíræðar breytingar í átt til hins betra þá finnst mér enn að Liverpool vanti meiri breidd. Menn eins og Diao, Traore, Biscan ofl. eru klárlega ekki í þeim klassa sem klúbburinn þarf á að halda. Alonso og Hamann á miðjunni er ekkert slæmt svosem en það vantar meiri breidd. Ég hugsa að Xabi fylli vel í skarð Gerrards næstu 8 vikurnar og kannski hefur hann gott af því að vera prímusmótor liðsins. En það vantar hærri gæðastuðul á bekkinn. En djöfull var annars fyrri hálfleikurinn á móti Manutd slappur, langt síðan ég hef látið fótbolta fara jafn mikið í skapið á mér. 😡

 2. Hverslags væl og uppgjafartónn er í þér maður! Þetta er það sem við þurfum að venjast lika. Ég vil ekki að LFC endi sem “eins manns lið” eins og allir eru að eyrnamerkja okkur. Við erum með nóg af góðum leikmönnum til að halda áfram sigurgöngu okkar. Það kemur maður í manns stað sama þótt Gerrard sé um að ræða. Það verður hinsvegar að fara að virkja þessi peð sem eiga að geta eitthvað eins og t.d. Cissé og Kewell til að sóknarbroddur okkar aukist. Ef ekki þá setja aðra í staðinn sem gera betur.

 3. Jú, það var ótrúlega svekkjandi að horfa á leikinn á mánudaginn, sérstaklega fyrri hálfleikinn. Hef ekki horft á Liverpool – Man. Un. leik síðan ég man ekki hvenær. En það hefur runnið Liverpool í æðum mér síðan ég var polli… og Liverpool var og hét!!! Leikurinn á mánudaginn var samt hin besta skemmtun í heildina á litið. Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst einna aðdáunarverðast (en um leið svekkjandi, svona gott/vont !!!!) að horfa á Ronaldo splundra vörninni okkar hvað eftir annað. Þvílíkur snillingur þarna á ferð! Mér leist ekkert á Cisse. Er ég einn um það? Þurfa ekki framherjar í nútíma bolta að vera miklu hreifanlegri? Sjá bara Eið Smára til dæmis. Maðurinn er alltaf að og hrein unun að horfa á hann með Chelsea. Síðan var Cisse alltaf að fá á sig rangstöðu. Alveg glataður leikur hjá honum. En það er sjálfsagt í þessu eins og öðru, menn eiga misjafna daga. Það verður spennandi að fylgjast með í vetur. Meistardeildinni líka. Hvernig eru þessi lið valin í meistaradeildina? Getur einhver frætt mig á því?? Takk fyrir snilldarsíðu. Svona framtak er nú algjör snilld!! JónH65

 4. Verð nú að segja að þessi fyrri hálfleikur var einn sá erfiðasti sem ég hef horft á. Nýtt Liverpool lið að heimsækja Mansester United á Old Traffort og Gerrard meiðist. En mig langaði til að spyrja ykkur um eitt, fannst ykkur mætti eða ætti að dæma víti á Hyypia þegar hann “togaði” í öxl Nistelrooy?

 5. Matti78 – jamm, það var pottþétt víti. Við vorum heppnir að Poll dæmdi ekki víti þar, það þýðir ekkert að neita því. Hins vegar var það skrýtnasta við þetta það að van Nistelrooy skyldi ekki láta sig detta þegar Hyypiä togaði í hann, en hann er vanalega með meiri leikurum í deildinni.

  En þetta var hreint og klárt víti.

 6. Ekki spurning klárt víti. Van Nistelroy fékk prik fyrir að detta ekki með stæl.

 7. Já, það virðist svo vera að í fyrsta skipti á ferlinum hafi markagræðgi Van Nilsteroy verið hvötinni, til að detta við fyrsta tækifæri, yfirsterkari. Magnað!

  Þetta var alveg ótrúlega klaufalegt brot hjá Hyypia. Hélt að hann væri ekki svona mikill klaufi innan vítateigs.

ManU 2 – L’pool 1

Tími fyrir Igor? (+ bikardráttur)