NYC

Veit einhver hvar eg get sed enska boltann i New York borg? Thad er bar, thar sem eg get horft a Fox Sports World?

Einnig ef einhver veit um bar i Boston. Oll hjalp er vel thegin. Eg get ekki hugsad mer ad missa af Man U a moti Liverpool 🙂

5 Comments

 1. Einnig er Nevada Smiths (http://www.nevadasmiths.net/) nokkuð góður. Þetta er að vísu júnæted bar og ég var aldrei þar þegar Liv-United spiluðu, en sá einusinni United – Arsenal þar. Stemmningin var sú rosalegasta sem ég hef upplifað á pöbb á fótboltaleik, stuðningsmenn liðanna hvor sínum megin á barnum og sungu hvatningarsöngva og hrópuðu ókvæðisorð hvor að öðrum allan leikinn.
  Barinn á 11. stræti sem Mummi nefndi er svo þar sem stuðningsmannaklúbburinn hjá Liverpool kemur saman. Fór þangað nokkrum sinnum, en stemmningin ekki nærri eins góð og á Nevada Smiths. Verst að ég flutti heim á skerið í vor, annars hefði ég getað sýnt þér þetta allt saman…

 2. Nú veistu hvernig það er að búa í henni ameríku….aldrei neinn fótbolti heim í hús eins og hér :biggrin:

 3. Jú, að vísu er hægt að fá fótbolta heim – með því að hafa kapal þá fær maður Fox Sports, en það kostar sitt. En þar fyrir utan eru margir leikir í Pay Per View (Meistaradeild, bikarleikir) kosta einhverja hundraðkalla stykkið – og þá eru manneskjur frá sjónvarpsstöðinni í dyrunum á pöbbum sem sýna leikina og rukka inn: 10 dollara á venjulega leiki en 20 ef það eru stórir leikir! Ameríkanarnir ætla sko ekki að láta fólk fá eitthvað ókeypis! Látið bara ekki Íslenska útvarpsfélagið vita af þessu… 😉

 4. Einar, hvaða ráp er á þér á þessum stöðum þar sem erfitt er að sjá leiki með Liverpool?! :biggrin:

  Annars langar mig að koma með smá veðmál hérna og sýna að fergie er full of sjitt, hann segir meðal annars þetta:

  “We can’t play Wayne until he’s been passed by the medical people. He has another meeting with them on Monday which should be the final one. He has no chance of playing against Liverpool”.

  Kallinn hefur logið með meiðsli leikmanna áður og ég legg 100kr undir að Waynes World Rooney byrji inná í manu-skyrtu (vond tilhugsum)!

L’pool 2 Monaco 0

Í Kvöld: Man United! (uppfaert)