Bolton í dag: Upphitun

Jæææja. Góð helgi, ekki satt? Ég horfði á fótboltaleiki í gær, nema hvað? Sá Manu rétt sleppa með stig gegn Blackburn. Það er freistandi að afskrifa United vegna þess að þeir eru að spila illa núna … en svo man ég að þeir eiga enn eftir að fá Van Nistelrooy, Heinze, Brown, Ferdinand, Roy Keane, Phil Neville, Solskjær og hugsanlega Wayne Rooney inn. Það er heilt lið af toppleikmönnum (nema Neville-systirin, að sjálfsögðu). Þannig að eins lengi og þeir ná að plokka einhver stig út úr þessum fyrstu 4-6 leikjum tímabilsins og halda sér í nálægð við toppinn þegar þeir fá þessa leikmenn inn þá verða þeir í toppslagnum í vetur. Um það efast ég ekki.

Svo sá ég Chelsea vinna sannfærandi sigur gegn Southampton. James Beattie kom So’ton yfir eftir 11 sekúndur … og eftir það áttu þeir ekki skot á mark. Chelsea sóttu í 90 mínútur án afláts og uppskáru eitt slysamark (Beattie sjálfsmark) og eitt víti sem var algjör gjöf, það var ekkert í gangi þegar So’ton-gaurinn ákvað að kýla fyrirgjöf með hendinni.

Þannig að Chelsea sýna enn og aftur að þeir eru mjög skipulagðir, mjög sterkir varnarlega og halda boltanum rosalega vel. Chelsea sýna líka enn og aftur að þeir eiga í stökustu vandræðum með að skora mörk. Og fyrir lið sem skartar leikmönnum á borð við Drogba, Eið Smára, Kezman, Duff, Lampard, Joe Cole og Tiago í sínu liði þá er það hálf neyðarlegt að geta ekki sótt almennilega.

Hins vegar er Mourinho bara nýbyrjaður og eins og með okkar ástkæra Rafa Benítez, þá verðum við að gefa honum smá tíma. Þetta Chelsea-lið verður orðið hrikalega erfitt viðureignar fyrir jól … þeir eru það nú þegar, en þeir verða bara betri. Og hafið í huga að ef þeir vinna fjóra fyrstu leiki sína á meðan þeir eru að spila illa … hvernig verða þeir þegar þeir eru að spila vel?

Ekki jafn góðir og Arsenal, er svarið við þessari spurningu. Ég sá Arsenal vinna Norwich 4-1 í gær … og eins og venjulega var þetta eins og að drekka vatn. Hversu gott er þetta lið maður? Þetta er bara hálf fáránlegt hvað þeir eru góðir.


Þannig að Chelsea og Arsenal eru núna með 12 stig eftir 4 leiki á meðan ManU er með 4 stig eftir 3 leiki. Við erum með 4 stig eftir 2 leiki og eigum leikinn í dag gegn Bolton … áður en allt stöðvast vegna landsleikjanna um næstu helgi. Það er því augljóslega algjörlega nauðsynlegt að vinna þennan leik á eftir, til að vera “aðeins” 5 stigum á eftir Arsenal/Chelsea og með leik til góða þegar við tökum okkur landsleikjapásu.

Ef þetta er þegar orðið hátt í 10 stiga munur á okkur og toppliðunum þá óttast ég að það verði spennufall hjá liðinu … ég er skíthræddur við að vera úr leik í baráttunni um titilinn aftur fyrir jól, eins og í fyrra. Ég átta mig á því að við náum líklega ekki að enda fyrir ofan Arsenal í ár, og kannski ekki heldur Chelsea, en ég vill allavega vera með í baráttunni fram í apríl-maí. Ég þoli ekki að vera úr leik of snemma!

Allavega, leikur í dag við Bolton. Bolton eru eins og heitur hver … liggur í dvala og er bara pollur í klukkutíma og svo SPLÚSHJ! Bolton spila eins og snillingar svona einu sinni í mánuði, en þeir spila líka eins og utandeildarlið svona einu sinni í mánuði.

Hvort það verður á móti okkur veit enginn, en ef við hittum á Okocha og félaga í stuði í dag verður þetta eeerfiður leikur. Hins vegar hef ég fulla trú á okkar mönnum í dag. Liverpool-liðið mætir grimmt til leiks og fullt sjálfstraust með tvo nýja menn í byrjunarliðinu.

Skv. áreiðanlegum heimildum sem ég hef mun mörgum bregða í brún við að sjá byrjunarliðið og leikaðferðina í dag. Ef mínar heimildir eru réttar verður byrjunarliðið einhvern veginn svona:

JERZY DUDEK

JOSEMI – CARRAGHER – HYYPIÄ – RIISE

GERRARD – HAMANN – XABI ALONSO
GARCÍA ………………………………….. WARNOCK
BAROS

Og hana nú! Benítez virðist ætla að prófa 4-3-2-1 kerfið sitt ástkæra í dag, enda er hann með tilkomu Xabi Alonso og Luis García loksins kominn með þá leikmenn sem hann þarf til að gera það. Þannig að hann tekur þrjá menn út úr byrjunarliðinu frá síðasta leik, til að rýma fyrir innkomu Xabi Alonso, Luis García og Stephen Warnock.

Stephen Warnock?!?!?

Ókei … ég skrifaði grein um daginn til að verja Harry Kewell en ég verð að viðurkenna að hann var alveg ömurlegur gegn Graz á þriðjudaginn. Þá er Warnock búinn að standa sig rosalega vel þegar hann hefur komið inná og á hreinlega skilið að fá leik í byrjunarliðinu. Þá held ég að þetta gæti komið Harry Kewell til góða líka, hann hefur alltaf virkað á mig sem maður sem má alls ekki vera öruggur með sæti sitt í liðinu. Hann er frábær leikmaður, en hann þarf stundum smá spark í afturendann til að spila á fullri getu.

Gleymið því ekki að þótt hann spili á hægri kanti er Luis García örfættur. Þegar Nunez kemur inn úr meiðslum, ef hann spilar vel, er ekkert ólíklegt að hann eigni sér hægri vænginn … og Luis García eigni sér þá vinstri vænginn! Og hvað verður um Kewell þá?

Jæja … nóg um það í bili. MÍN SPÁ er sigur fyrir Liverpool. Við erum að prófa nýja leikmenn og nýtt leikkerfi í dag þannig að ekki búast við einhverju Arsenal-flæði. Þetta verður erfitt, það verður eitthvað um að menn séu að venjast breytingum en á endanum geri ég ráð fyrir að gæðamunurinn á liðunum segi til sín.

Í hnotskurn: Liverpool-sigur í dag. Áfram Liverpool!!!

5 Comments

 1. Enn og aftur verð ég að hrósa Herra Benitez fyrir frábær störf hjá LFC. Er að horfa á Bolton-leikin as we speak og er að sjá að Warnock er á vinstri kantinum í staðinn fyrir Kewell. Ok, Kewell er sagður meiddur en ef svo reynist vera þá er það einnig gott. Gott fyrir Kewell að sitja fyrir utan hliðarlínuna og sjá Stephen Warnock blómstra í þessari stöðu. Sv er annað sem ég var að velta fyrir mér. Nú meiðist Hyypia eftir að grófasti maður deildarinnar braut á honum nebbann og inná skokkar Djimi nokkur Traore. Leikmaður sem ég hélt að væri farinn til Efratún en sem betur fer er hann það ekki. Nú fær hann að spila stöðuna sem hann hefur sérhæft sig í en ekki bakvörð. Svo er Cisse á bekknum sem hann á svo sannarlega skilið. Annars líst mér afskaplega vel á það sem komið er og er Herra Benitez að gefa skýr skilaboð til stjörnuleikmanna sinna. Ef þeir sýna ekki sitt þá verða þeir ekki í liðinu.
  Samkvæmt fréttum af netinu eru sögusagnir að Herra Benitez vilji minnka sjúkralistann og selja Kirkland til A rsenal fyrir 6 milljónir og fá Canisarez frá Valencia í staðinn sem fyrtsa markvörð. Ég fagna því! Ég hef verið talsmaður þess að Kirkland verði seldur og í staðinn kæmi markvörður sem getur sett pressu á Dudek um sæti í liðinu. Kirkland er alltaf meiddur og engin synd að missa hann. Nú var Bolton að skora…sem er miður…en það er samt allt annað að sjá liðið. Þetta er allt uppávið! Áfram Liverpool!

 2. Ég verð nú bara að vera algjörlega ósammála þer um hver átti sök að markinu. Josemi hefði vissulega getað gert betur en Pedersen var bara einfaldlega fljótari en hann og kom þessari veiku og ömurlegu sendingu inn í teig sem að Dudek skutlar sér eftir, en fer FRAMHJÁ HONUM !!! Þetta var það lár bolti að Dudek hefði hæglega átt að hirða hann en hann gerði það ekki og í staðinn fór boltinn beint til Davies, og þar sem að Dudek var enn liggjandi þá hafði Davies allann tíma veraldar til þess að miða og skjóta, og meira að segja þegar að skotið koma var Dudek enn á jörðinni. Þetta mark var 90% Dudek að kenna. 😡

 3. Ég verð nú bara að vera algjörlega ósammála þer Einar um hver átti sök að markinu. Josemi hefði vissulega getað gert betur en Pedersen var bara einfaldlega fljótari en hann og kom þessari veiku og ömurlegu sendingu inn í teig sem að Dudek skutlar sér eftir, en fer FRAMHJÁ HONUM !!! Þetta var það lár bolti að Dudek hefði hæglega átt að hirða hann en hann gerði það ekki og í staðinn fór boltinn beint til Davies, og þar sem að Dudek var enn liggjandi þá hafði Davies allann tíma veraldar til þess að miða og skjóta, og meira að segja þegar að skotið koma var Dudek enn á jörðinni. Þetta mark var 90% Dudek að kenna. 😡

 4. Aron – þú ert víst ósammála mér en ekki Einari. Allavega skrifaði ég þessa grein… :rolleyes:

  Og nei, þetta skrifast ekki á Dudek. Dudek var skárri í gær en undanfarna tvo-þrjá leiki og átti enga sök á markinu. Josemi er fljótt að verða í uppáhaldi hjá mér en það verður að segjast að ef hann hefði staðið sig í stykkinu hefðum við aldrei fengið þetta mark á okkur.

  Annars var markið ekki það versta. Það er engin skömm í því að fá á sig eitt mark gegn Bolton-liði í stuði. Vandamálið er það að nú hefur Liverpool ekki skorað mark í um 200 mínútur, eða síðan Gerrard skoraði sigurmarkið gegn City fyrir einni og hálfri viku síðan.

  Það er vandamálið. Sóknin. Og ég hlakka til að sjá hvernig sóknin er eftir tvær vikur á heimavelli gegn W.B.A., þegar Benítez hefur getað gefið sér tíma til að skipuleggja liðið betur.

 5. 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡
  Djöfulli er þetta samt orðið þreytandi að vera alltaf að spila undir getu. Rafa segir að liðið sé að spila á 60% getu um þessar mundir. Á móti Bolton fór það ábyggilega eitthvað neðar. Liggur við að maður fari að gá hvert ársgjaldið í Arsenal klúbbin er. Eða nei, maður er ekki alveg orðinn úrkula vonar enn. En helvíti er maður orðin hungraður í að þetta lið fari að spila góðan bolta, fari að sýna sitt rétta andlit. Jæja við tökum bara WBA í bakaríið í næsta leik og þá tekur maður gleði sína aftur.

Möguleg Byrjunarlið?

Bolton 1, L’pool 0