Allt að verða klárt með Xabi Alonso

Sky Sports hafa eftir bæði umboðsmanni Xabi Alonso og forseta Real Sociedad að allt sé að verða klárt með félagaskipti Xabi Alonso til Liverpool

Forseti Real Sociedad, Jose Luis Astiazaran segir:

“The most serious offer from all the teams has been from Liverpool who have been interested in our player”.

Ibanez, umboðsmaður Xabi segir eftirfarandi við Sky:

“The crossing of Xabi Alonso to Liverpool practically is done.

“On the part of the player everything is closed and now there are only small details between clubs to be done.”

Þannig að þetta virðist allt vera nokkurn veginn klárt. Vonandi að þetta klárist sem allra fyrst, svo Alonso geti verið í hópnum um næstu helgi.


Uppfært (Einar Örn): BBC fjalla líka um þetta mál og þar er að finna fleiri kvót frá umboðsmanni Xabi Alonso:

We are talking to Liverpool about the possibility of a transfer and they are the only club in the race at present. Xabi went to their game on Saturday to have important talks with the club.

In the next few days we will have further conversations with Liverpool, probably after the Spain match on Wednesday. People talk about Real Madrid but they are not in this transfer and we do not want to talk about them. They were interested maybe one or two months ago, but now we are only speaking to Liverpool.

We are confident there will be a deal and Xabi will be happy to play in England.”

Glæsilegt! Djöfulsins vesen að þurfa samt að bíða fram yfir landsleikjahléið.

7 Comments

 1. Já, ég vil fara að sjá eitthvað gerast. Það er allt of mikil rólegheit í kringum allt þessa dagana. Salan á Owen hljómar afskaplega vel í mínum eyrum þar sem drengurinn var staðnaður og við þurftum breytingar þarna frammi. Hinsvegar, eftir að hafa horft á THFC-LFC á laugardaginn fannst mér framherjaparið alls ekki ná að sýna sitt “rétta andlit” (hvað sem það nú þýðir). Það er kannski merki um að eitthvað sé að gerast fyrst þögnin er svona mikil….Herra Benitez vinnur vinnu sína í kyrrþey sem mér mér finnst afskaplega gáfulegt.

 2. Nú þurfum við að fara að ganga frá alonso ! Annars gaman að skoða spjallborðið á manutd.is menn eru alveg brjálaðir yfir því að utd séu ekki að bjóða í xabi :laugh:

 3. Frábært að heyra í þessum manu-grátkór! :biggrin:
  Megum samt ekki gleyma því að þeir eru reyndar frægir fyrir að “stela” leikmönnum á ögurstundu eins og með Forlan en sennilega eru Middlesb-menn ennþá hlæjandi yfir því að hafa misst af honum!!

  Nokkrar vangaveltur hérna, er Luis Garzia dottinn upp fyrir? Hvað er að frétta af því máli! Var núna að sjá Steve Finnan orðaðan við Tottenham hotsmurfs. Mér finnst þetta þreytandi að sjá strax á eftir þessum mönnum undir nýjum stjóra, finnst eins og hann ætti að gefa sér og leikmönnum meiri tíma.

  Ok, gott og vel ef RB veit hvað hann mun fá í staðinn en mér finnst fjármálavitið hjá stjórnendur Liverpool ekki það besta. Eigum ekki að leyfa mönnum að draga það á langinn að skrifa undir nýjan samning og 24-18mánuðir finnst mér vera limitið. Ef menn eru ekki búnir að skrifa undir á þessu tímabili þá eru þeir seldir og þá renna menn ekki á rassinn eins og með Owen og Macmanan.

  Ég persónulega er að jafna mig á því að Owen sé farinn en þegar ég hugsa um þessa skiptimynt sem við fengum fyrir hann þá verð ég fúll og reiður 😡 Ég meina Diouf kostaði MEIRA!!

  Jæja, þá er ég búinn að létta á mér, takk fyrir 😉

 4. Já, og eftir því sem ég sé, þá er ekkert að frétta af þessum Garcia málum. Echo eru að [tala um að Benitez viljil selja Finnan](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14539846%26method=full%26siteid=50061%26headline=spurs%2din%2dmarket%2dfor%2d%2d2m%2dfinnan-name_page.html) til að fjármagna að hluta til kaup á Garcia. Það verður spennandi að sjá hvað gerist með það.

  Annars finnst mér Finnan hafa verið gríðarleg vonbrigði allt frá því hann kom frá Fulham. Hann hefur alls ekki staðið undir væntingum.

 5. Eitthvað hefur nú verið talað um að þetta sé allt klappað og klárt og að Alonso verði kynntur sem Liverpool leikmaður á fimmtudaginn eftir að landsleikjahléinu er lokið.

  En er ekkert verð að grínast með hvað hann er líkur Mark Wahlberg

Skrítið (uppfært!)

Nuñes skrifar undir hjá Liverpool