Tveir Spánverjar á dag koma skapinu í lag (Uppfært!)

Má ég kynna:

Spánverji númer 1: [Reds agree Luis Garcia deal](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=219332&CPID=8&CLID=&lid=2&title=Reds+agree+Barca+deal)

Og

Spánverji númer 2: [Reds closing in on Xabi Alonso](http://www.skysports.com/skysports/article/0,,1-1147391,00.html)

Hef ekki tíma til að skrifa. En vil bara segja: VÁ! Meira síðar.


Viðbót (Kristján Atli): Úr því að þú hefur ekki tíma til að tjá þig um þetta, Einar, þá skal ég koma með aðeins ítarlegri ummæli um þessar fréttir:

VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!

Takk fyrir. Bless.

Neinei … maður vissi nú svosem alveg að Xabi Alonso (sem er víst borið fram ‘Tsjaví Alonsó) væri að koma og hefur síðustu tvo dagana eða svo bara beðið eftir endanlegri staðfestingu á því. Það að hann sé loksins að koma eru náttúrulega bara frábærar fréttir fyrir Liverpool FC. Við höfum nú loksins annan heimsklassa box-to-box miðjumann, eða alhliða miðjusprengju, við hliðina á Steven Gerrard. Ef við gerum ráð fyrir að þeir tveir verði aðalparið á miðjunni og þeir Igor Biscan, Dietmar Hamann og Darren Potter verði notaðir sem aukamenn fyrir þá tvo (en fá þó eflaust nóg að spila, þetta er heill hellingur af leikjum í vetur) þá er miðjustaðan loksins ofboðslega vel mönnuð!

Og ef Vieira fer þá þori ég að halda því fram að Gerrard/Alonso miðjuparið sé það besta í deildinni. Betra en Keane/P.Neville, og betra en Lampard/Makelele (eða Tiago, eða Géremi, eða…). Ég myndi ekki þora að segja að þetta sé betra par en Vieira/Gilberto Silva en þetta er betra par en Edú/Gilberto Silva.

Þannig að góðar fréttir fyrir miðjuna. Þá er það hægri kanturinn.

Ég elska Barcelona næstum því jafn mikið og ég elska Liverpool FC. Því veit ég talsvert mikið um Luís García, hvernig leikmaður hann er og allt slíkt. Og hann er góóóður, svo mikið get ég lofað ykkur! Hann er skotfljótur, með baneitraðar sendingar og hefur einstaklega gott auga á að koma sér í marktækifærin. Hann skorar sem sagt nokkuð mikið, af vængmanni að vera. Svona svipaður og Kewell eða jafnvel David Ginola, sem voru/eru báðir þekktir fyrir markaskorun til jafns við vængspil.

Hann er víst örfættur en getur notað báða fæturna, a la Robert Pires eða Harry Kewell. Og hann hefur spilað allan sinn feril á hægri kanti, þrátt fyrir að vera örfættur. Þannig að látið það ekki hafa áhrif á ykkur … hann er frábær hægri kantmaður sem getur vel gefið boltann fyrir með hægri.

Þá skemmir ekki að hann þykir mjög góður skallamaður og hörku skotmaður! Ef þið sáuð markið hans gegn Real Betís minnir mig á síðasta tímabili, þá vitiði hvað ég er að meina.

En allavega, tveir frábærir leikmenn frá heimalandi stjórans! Vonum bara að spænski innflutningur Benítez beri meiri ávöxt en franski innflutningur Houllier gerði! Ég er bjartsýnn og ef þessi tvö kaup ganga opinberlega í gegn fyrir helgina, þá mun ég springa af eftirvæntingu!

Tímabilið er að byrja … tveir dagar!!!!!!!!! 😀

3 Comments

 1. Já ef helmingurinn af þessari lýsingu á Garcia er sönn þá er hægri kannturinn betur mannaður en hann hefur verið síðan… jah síðan fyrir löngu síðan!

  En nú velti ég því fyrir mér með Biscan, Diao og Hamann, einn eða jafnvel tveir af þessum mönnum hljóta að vera að fara (líklegastur þá Diao) og ég trúi því nú tæplega að Hamann sætti sig við að vera bara varaskeifa.

 2. Ég var að grafa upp athyglisverða tölfræði. Tímabilið sem Luis García eyddi hjá Tenerífe spilaði hann aðallega tvær stöður: hægri kant og fyrir aftan einn framherja. Hann skoraði 16 mörk í 40 leikjum fyrir Tenerife þetta tímabilið.

  Rafael Benítez var stjóri Tenerife það árið. :biggrin:

  Sá þetta hérna. Frábærlega athyglisverður punktur, ekki satt?!?!?

  Þá skilst mér að García hafi verið með klausu upp á 6m-punda eða 9m-Evra í samningnum sínum (það verða allir á Spáni að vera með ‘release fee’-klausu í samningnum sínum) og því hefðu Barca ekki getað neitað tilboði Liverpool þótt þeir hefðu viljað það.

  Og miðað við að hann spilaði áður undir stjórn Benítez, þá er nokkuð ljóst að þessi gæji er að koma! Jibbí!!! :biggrin:

 3. Stórkostlegt ef við erum að fá þessa tvo sterku miðjumenn! Örfættur hægri kantari getur reynst gríðarlegur hættulegur kostur (fyrir andstæðinga þeas) ef viðkomandi er góður skotmaður, Johan Cruyff notaði svona kantmenn mikið hjá Barca á sínum tíma. Menn á köntunum koma inn á miðsvæðið og skjóta á rammann, sé fyrir mér nokkur svoleiðis kvikindi liggja í netinu í vetur!!!

  Ég gæti trúað að Biscan færi frekar en Hamann, trúi því ekki að nokkurt lið geti ekki nýtt sér reynsluna og styrkinn sem býr í þýska stálkallinum, þess vegna hægt að skella honum í miðvörðinn ef illa fer með sami og carra nú eða láta hann hreinsa upp skítinn fyrir framan þá í erfiðum útileikjum í meistaradeildinni á móti liðum eins og Madrid og Barca.

  Þegar maður les að Owen sé að fara þá líður manni hálf furðulega. Það sem er mest svekkjandi við það er að Liverpool eru ekki að fá nema um 10-12mill. Mér finnst Owen vera 20-30mill. virði!! Hann er ungur, slegið hvert metið á fætur öðru, knattspyrnumaður Evrópu 2002 og skorar mikið þrátt fyrir down-tímaskeið.

  Vonandi veit RB hvað hann er að gera með Owen. Ég treysti honum fyrir Liverpool og rúmlega það en manni svíður alltaf að sjá á eftir strákum úr flottustu fótbolta-akademíu veraldar!

Owen

Owen til Real Madrid fyrir 8 milljónir punda