Murphy verður seldur (staðfest)

Þá er það staðfest að [Liverpool hefur tekið 3 milljóna boði Tottenham í Danny Murphy](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145613040808-0905.htm).

Þá er bara spurningin: Hvað er Rafa Benitez að pæla?

Það er ekki fræðilegur möguleiki að hann ætli að fara inní tímabilið með 4-5 miðjumenn. Það er bara ekki sjens. Í sumar hefur Benitez losað sig við 3 miðjumenn, sem voru í hópnum í fyrra: Diouf (fer í vikunni), Le Tallec og Murphy. Auk þess er Smicer meiddur. Þannig að við höfum misst FJÓRA miðjumenn. Í stað þessara manna hefur ENGINN komið. Benitez gaf það í skyn eftir að Smicer meiddist að hann gæti keypt annan leikmann.

Núna þegar hann er búinn að selja Murphy, þá bara hlýtur hann að ætla að kaupa annan leikmann. Samt er ekkert í fjölmiðlum um að Benitez sé með neinn í sigtinu. Er Benitez bara að plata fjölmiðla, eða seldi hann Murphy án þess að vita hver kæmi í hans stað? Ég bara trúi því ekki.

Einu mennirnir, sem við höfum verið orðaðir við síðustu daga eru Tomas Gravesen hjá Everton, Luis Garcia hjá Barcelona og Xabi Alonso hjá Real Sociedad. Af þessum þrem líst mér náttúrulega best á Xabi Alonso. Samt, þá er hann varnarsinnaður miðjumaður og við höfum þrjá þannig fyrir í Biscan, Diao og Hamann.

Í raun má segja að skiptingin á miðjumönnum sé býsna skrítin. Í dag erum við með eftirfarandi menn á miðjunni:

Varnarsinnaðir miðjumenn: Hamann, Biscan, Diao
Sóknarsinnaðir miðjumenn: Gerrard
Vinstri vængur: Kewell (og hugsanlega Riise)
Hægri vængur: ENGINN (hugsanlega Finnan)

Það er að mínu mati all svakalegt að ætla að fara inní tímabilið með þessa miðju. Við erum ekki einu sinni með fullskipaða miðju ef að allir haldast heilir. Hvað þá ef að einhver meiðist. Ímyndið ykkur ef að Gerrard meiddist. Þá væri miðjan svona

**Kewell – Biscan – Hamann – Finnan**

Á þessi miðja að keppa við

**Ronaldo – Keane – Scholes – Giggs**

eða

**Pires – Silva – Vieira (ef hann verður áfram)- Ljungberg**

Það er algjörlega ljóst að það er stærsta verkefni Benitez að styrkja miðjuna. Hann bara hlýtur að vera með eitthvað í pokahorninu. Er það ekki?

2 Comments

  1. Rafa er að plotta eitthvað rosalega, það er það eina í stöðunni!

    Fyrst að hann hendir Diouf út, selur Murphy, Smicer er meiddur og ALT lánaður til Frakklands þá er hægri kanturinn í tómu tjóni og ég hreinlega trúi ekki öðru en hann sé að plotta eitthvað mikið. Ég spái allavega 2 nýjum leikmönnum í liðið fyrir Spurs leikinn. Í algjörri neyð gæti það farið svo að Finnan spili Grazer leikinn á hægri kantinum. Sé ekki neinn annan leysa það mál.

  2. Ég var að berja þessa frétt varðandi Murphy augum og sit hérna gáttaður. Það er afskaplega furðulegt að missa 4 miðjumenn og fá engan í staðinn. Þetta er allt svo furðulegt ef mið er tekið af því að season-ið byrjar eftir viku! Það var vitað fyrirfram að hann ætlaði að prófa hópinn sem hann hefur og leyfa mönnum að spreyta sig áður en hann gerði breytingar….og allt er þetta svo sem alveg skiljanlegt sem og sú staðreynd að allt gerist þetta á elleftur (ef ekki tólftu) stundu. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði einir 3-4 leikmenn sem komi til LFC í vikunni sem og Diouf fari til fjandans.

Danny Murphy á leið burt? (uppfært – aftur!)

Owen slúður