Le Tallec til St Etienne í vetur!

Samkvæmt fregnum í dag mun Anthony Le Tallec ganga í dag til liðs við St Etienne í Frakklandi á eins árs lánssamningi.

Ég veit ekki hvað mér á að finnast um þetta. Mér finnst hálf skrýtið að láta hann fara á meðan við höfum ekki keypt sókndjarfan miðjumann, sérstaklega úr því að Smicer er meiddur og þeir Murphy/Biscan/Diao eru allt of mikil spurningarmerki yfir heilt tímabil.

Þá er ég ekki viss um að það sé það besta fyrir Tony að fara aftur til Frakklands. Hefði viljað sjá hann spila með t.d. nýliðum Norwich eða Portsmouth eða einhverju svoleiðis liði, þar sem hann hefði verið fastamaður í liðinu og fengið sannkallaða eldskírn í enska boltanum.

En hvað getur maður gert annað en vonað að þetta verði Tony og klúbbnum til góða og hann snúi tvíefldur aftur til Liverpool að ári liðnu? Ég vona það innilega, þessi drengur er of frábær til að verða enn eitt “what if?”-dæmið fyrir Liverpool. Sjáið bara Jermain Pennant, sem spilaði hvern einasta leik með Leeds á síðustu leiktíð og snýr aftur til Arsenal í haust og gerir alvarlegt tilkall til byrjunarliðssætis, enda miklu sterkari leikmaður þökk sé þeirri reynslu sem hann öðlaðist hjá Leeds.

Vonum það besta og óskum Le Tallec góðs gengis í vetur!

Nú, þá minni ég bara á leik Liverpool og Roma í kvöld, en hann verður í beinni á Players í Kópavogi. Við Einar verðum þarna sem og flestir hörðustu stuðningsmenn höfuðborgarsvæðisins og því verður eflaust góð stemning þarna! Áfram Liverpool!

4 Comments

  1. Gott fyrir LeTallec að öðlast reynslu. Hef mikla trú á honum og verður væntanlega lykilmaður eftir nokkur ár.

  2. Það er ekki hægt að segja að þetta séu fyrstu mistök Herra Benitez þar sem það hefur ekert reynt á liðið undir hans stjórn. Látum bara tímabilið byrja og sjáum svo hvort um mistök sé að ræða. Það er líka alltaf hægt að fá hann til baka….trúi ekki að um óafturkræft lán sé að ræða eins og franska fíflið gerði oft á sínum tíma.

  3. Skv. Echo þá á Tony að hafa farið fram á fastasæti í liðinu og það líður Benitez ekki. Það gæti vel haft þau áhrif að hann er sendur í lán.

Hægri kantmann, takk!

Vieira er að fara til Madrid