Benítez viðurkennir hugsanleg kaup

Ókei, þannig að úr því Smicer er frá í tvo mánuði hefur Benítez viðurkennt það augljósa: Hann ‘gæti’ viljað kaupa fleiri miðjumenn áður en tímabilið hefst!

Hmmmm. Þannig að í dag, á meðan flestir Liverpool-aðdáendur koma harkalega niður á jörðina og þurfa að minna sjálfa sig á að Liverpool eru ekki fullkomnir enn, þá fáum við allavega góðar fréttir frá þjálfaranum sjálfum.

Þetta er svo sem ekki spurning um byrjunarliðið. Ef við stillum upp, svo dæmi sé tekið, Murphy – Hamann – Gerrard og Kewell á miðjunni er það alveg miðja sem getur keppt við hvaða miðju sem er í deildinni. Nei, vandamálið er breiddin. Hvað gerum við ef Kewell meiðist? Hvað gerum við ef Gerrard fer í leikbann? Hvað gerum við ef Murphy eða Hamann eða Biscan standast alls ekki kröfur í vetur?

Setjum við Le Tallec, Diouf, Cheyrou eða Smicer inn í liðið? Neibb, því við getum það ekki.

Því verður að kaupa a.m.k. einn nýjan miðjumann. Þótt ég sé sammála því að Benítez eigi að fá að gefa sér tíma til að finna réttu mennina til að styrkja miðjuna þá verður líka að gefa því gaum að við verðum að finna einhvern og það strax. Þannig að þótt það sé einhver “ódýr” sem eykur breiddina án þess að vera heimsklassamaður þá er það þess virði eins og staðan er í dag. Mér dettur t.d. Joey Barton í hug í þeim efnum, sem og Miguel Angel hjá Malaga. Þeir geta báðir spilað fleiri en eina stöðu á miðjunni, eru báðir ungir og efnilegir og myndu hvorugur kosta mikið meira en 3m-punda.

Það væru að mínu mati kostakaup fyrir annan þeirra … ekki endilega sem nýjan heimsklassa-fastamann í byrjunarliði. En þeir gætu samt unnið gott starf fyrir liðið í ýmsum stöðum núna, sem er það sem þarf því liðið sárvantar breidd núna. Og þar sem þeir eru ungir þá gætum við alveg vænst þess að þeir vaxi og verði mikilvægari með hverju árinu.

Ég vona bara að Benítez sjái þetta svona líka. Ég geri allavega fastlega ráð fyrir að a.m.k. einn miðjumaður verði keyptur á næstu vikum. Spennandi verður að sjá hver það verður.

Ein athugasemd

  1. Ok, kominn úr helgarfríi.

    Lið, sem er með Danny Murphy í aðalliðinu, verður EKKI meistari. Við verðum að gera eitthvað í þessum málum.

Liverpool 0 – Porto 1

Helgarfríið…