Leikmannafréttir.

Ókei, þannig að Harry Kewell er ekki meiddur eftir allt saman, en það breytir engu því við erum samt of fáliðaðir á miðjunni að mínu mati. Geri ráð fyrir að Benítez íhugi allavega að kalla á Tony Le Tallec í liðið á ný … og jafnvel líka að kaupa a.m.k. einn miðjumann.

Þá staðfesti Liverpool FC í dag það sem við vissum öll: Josemi (borið fram Hósemí) er orðinn Liverpool-leikmaður og er eflaust í þessum skrifuðum orðum að fljúga yfir hafið til nýja liðsins síns. Við fáum væntanlega að sjá hann spila í fyrsta sinn á föstudag (laugardag, óbeint á Sýn), sem gerir þann leik enn meira spennandi.

Og að lokum, þá er Gregory Vignal farinn til reynslu hjá Rangers, með möguleika á varanlegum skiptum yfir til skoska stórliðsins. Gott hjá honum … Rafa hefur enga þolinmæði gagnvart mönnum sem nenna ekki að vera þolinmóðir og vinna fyrir sæti sínu í liðinu (bless Cheyrou, Vignal, Diarra, et al!) og því er þetta öllum málsaðilum fyrir bestu, held ég.

Fleira er það nú ekki í bili. Býst fastlega við að heyra frekari fregnir af miðju-málum Benítez á næstu dögum og svo er það bara stórleikur gegn Evrópumeisturum Porto á föstudag! Porto gerðu einmitt jafntefli, 2-2, gegn belgíska liðinu Lokeren í gærkvöld og skoraði Arnar Þór Viðarsson eitt markanna í þeim leiknum! Gaman að því, en eins og flestir vita spilar yngri bróðir Arnars, Bjarni Þór Viðarsson, með unglingaliði Everton um þessar mundir. Samt eru allir þrír Viðarssynirnir (Davíð Þór, sá í miðið, er á láni frá Lilleström og spilar fyrir FH þessa dagana) harðir Liverpool-aðdáendur.

En nóg um það.

9 Comments

 1. Ánægjulegt að heyra þetta með Kewell. Breytir samt ekki því að við þurfum að styrkja miðjuna. Smicer er núna frá í einhverjar vikur, sem þýðir að við höfum misst þrjá af sókndjörfustu miðjumönnunum frá því í fyrra, Diouf, Smicer og Le Tallec (og ekki var nú ástandið gott í fyrra).

  Við verðum að bæta við sókndjörfum miðjumanni. Annað væri vítavert kæruleysi.

 2. Er það ekki rétt hjá mér að það hafi verði Arnar Grétarson sem skoraði úr vítinu, ekki Arnar Þór Viðarson? 😉

 3. Innvortis, sssshhhhh! 😡

  Nei annars er þetta rétt hjá þér. Ég las frétt um leikinn á fótbolti.net og sá bara fyrirsögnina “Arnar skoraði fyrir Lokeren” … og FH-ingurinn ég steingleymdi því náttúrulega að það væru tveir Addar að spila fyrir Lokeren. Hélt bara að þarna væri minn maður á ferð, Arnar Þór … enda varla hægt að ætlast til þess að maður muni eftir einhverjum útbrunnum Blika! :tongue:

  En allavega, úr því að Arnar Grétarsson getur skorað á móti Porto hljóta Cissé, Baros, Owen og Pongolle að geta það!

  Er einhver til í veðmál við mig? Ég segi að Henchoz skori á föstudag… any takers? :biggrin:

 4. Andskotinn, ekki í tveim leikjum í röð!!! Ég ætla vera djarfari en Einar Örn og leggja fimmara undir….ef þú ert maður í það 😉

 5. Drengir … þið hugsið ekki nógu stórt! Tíu þúsund krónur á Stephane Henchoz…!!!!!!

  Neinei, aftur á jörðina. Hann skorar aldrei í tveimur leikjum í röð. Ef það gerðist myndi Rob Jones drepa hann þegar hann sneri aftur til Englands í næstu viku 😉

 6. Sko, Einar minn, ef veðmálið á að standa þarf ég að fá líkur. Við tökum þá alvöru veðmál.

  Þannig að ef ég veðja þúsundkalli á líkurnar 50-á móti-1 að Stephane Henchoz skori annað kvöld, þá skal ég glaður borga þúsundkallinn ef hann skorar ekki.

  En þá þarft þú líka að borga mér 50 þúsund ef hann skorar! Til í það? :biggrin:

  Og Innvortis, við skulum ekki einu sinni byrja að ræða þínar upphæðir á 50-1…

  Neinei, ég ætla ekkert að veðja. Það væri mesta heimska í heimi. Þetta er tapað veðmál, hann skorar aldrei tvisvar í röð. Þannig að því miður. Finnum okkur eitthvað annað að veðja um og þá er ég geim … en traust mitt á markheppni Henchoz er mjög takmarkað. :tongue:

Coloccini til Real Madríd! (uppfært)

Föst skot?