Liverpool leikir á Skjá Einum

Fyrir þá, sem eru orðnir spenntir, þá er búið að staðfesta að eftirfarandi Liverpool leikir verða á Skjá Einum í ágúst:

14. ágúst: Tottenham – Liverpool
21. ágúst: Liverpool – Manchester City
29. ágúst: Bolton – Liverpool

Þetta er bara helvíti gott. Þrír leikir á tveim vikum. Svo verða Sýn væntanlega með undankeppni Meistaradeildarinnar!

8 Comments

  1. Þetta er akkúrat það sem að vantaði, smá samkeppni milli stöðva og þá flæða útsendingarnar af mismunandi kepnnum og fleiri leikjum !!!

  2. Jamm, það er ljóst að þetta verður góður mánuður! Í fyrsta sinn get ég horft á alla æfingaleiki liðsins á undirbúningstímabilinu í sjónvarpi (Wrexham-leikurinn á netinu, aðrir á Sýn). Svo sýnir Sýn leikina í forkeppni Meistaradeildarinnar og Skjár 1 mun sýna alla þrjá leiki Liverpool í deildinni í ágúst.

    Þetta gerir NÍU leiki með Liverpool sem sýndir eru í sjónvarpi á einum mánuði!!! Það er leikur á þriggja-fjögurra daga fresti. Jibbí!!!

    Ég hugsa að ég fari bara í sumarfríið mitt í ágúst. Geri ekkert annað en að horfa á imbann… er þaðiggibara? :biggrin:

  3. Þessu lauslega tengt, vitið þið hvort það verður hægt að sjá leikinn á móti Portó á einhverjum pöbb á höfuðborgarsvæðinu? Samkvæmt þessari síðu er leikurinn sýndur beint og því bara spurning hvort einhverjir staðir ná ústendingum þeirra stöðva og hafa vit á því að sýna leikinn á miðnætti á föstudag. Ég veit að ég myndi drekka þrjá-fjórtán bjóra yfir þessum leik 🙂

  4. Matti – Leikurinn gegn Celtic var í beinni á Players á mánudagskvöldið, þannig að ég geri fastlega ráð fyrir að þeir verði með Porto-leikinn í beinni líka. Það væri ekkert óvitlaust að kíkja uppeftir allavega… 🙂

Josemi skrifar undir! (staðfest)

Barca vilja í alvöru fá Cisse að láni