Josemi skrifar undir! (staðfest)

Skv. fréttum í dag staðfesti Benítez víst í viðtali við FOX Networks eftir leikinn við Celtic í nótt að spænski varnarmaðurinn Josemi sé búinn að skrifa undir samning við Liverpool og muni æfa með liðinu frá og með deginum í dag. Þannig að þetta er staðfest, fyrstu kaup Rafa Benítez er Josemi og við vonum að sjálfsögðu að það muni reynast góð kaup!

Þá ætti Josemi að vera gjaldgengur í leikinn gegn Porto á föstudag sem verður svo sýndur ‘óbeint’ á Sýn á laugardaginn. Það verður spennandi að sjá hvers konar leikmaður þetta er…

Liverpool 5 – Celtic 1 (uppfært)

Liverpool leikir á Skjá Einum