Benitez – fyrstu kynni

Ég er núna búinn að horfa á blaðamannafundinn frá því í dag. Það er hægt að nálgast hann á official heimasíðunni, en maður þarf að vera með e-season ticket. Nokkrir punktar:

Benitez er algjör dúlla!

Já, já, ég veit… En það er voðalega sætt að hann skuli alltaf vera að afsaka ensku kunnáttu sína. Hann er líka gríðarlega hógvær. Þess vegna var ég hissa þegar ég las að hann héldi því fram að við værum með [bestu framherjana í deildinni](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145418040720-1559.htm) (sem er náttúrulega rétt – ekkert lið er með 4 framherja af sama kalíberi og Cisse, Owen, Baros og Sinama-Pongolle). Þetta var rétt hjá Benitez en ekki alveg hans stíll. Og auðvitað var þetta ekki alveg rétt haft eftir honum, heldur sagði hann “maybe we have the best forwards”.

Þrátt fyrir að ég hefði ekki slegið hendinni á móti Mourinho, þá er ég (allavegana núna) dauðfeginn að hafa fengið Benitez. Einhvern veginn finnst mér rólegur og hógvær þjálfari samræmast betur ímynd Liverpool, heldur en hrokagikkur (þótt hann sé yndislega skemmtilegur hrokagikkur) einsog Mourinho.

Enskan hjá Benitez er fín, en samt ekki fullkomin. Hef það á tilfinningunni að hann sé alveg fáránlega stressaður á blaðamannafundinum og hann tali betri ensku dags daglega. Hann ráðfærði sig við spænskan túlk öðru hvoru.

Cisse er víst búinn að vera í ensku skóla, en hann talaði bara frönsku á fundinum.

Kristján talaði um flest það, sem Benitez sagði á fundinum, þar á meðal um leikmannakaup og annað. Við það er svo sem ekki miklu að bæta.

En allavegana, ég kann vel við Benitez, það er allavegana góð byrjun.

4 Comments

  1. 100% samála þér nema þetta
    sem er náttúrulega rétt – ekkert lið er með 4 framherja af sama kalíberi og Cisse, Owen, Baros og Sinama-Pongolle) þú gleymir þarna tveim le Tallec og Mellor 😯

  2. Ég er ekki viss um að ég vilji hafa framkvæmdasjóra sem lítur út fyrir að vera alger dúlla…

    Alger töffari / alger nagli… ekki dúlla.

  3. Jose Maurinho er mikllu frekar stjóri sem ég vildi hafa hjá Liverpool en Rafa. Hann minnir mig á Shanks..þú gleymir honum, hann getur nú varla talist rólega týpan…

  4. Ef Mourinho minnir á Shankly að því leytinu til að þeir voru báðir yfirlýsingaglaðir þá má segja að Benítez minni á Paisley. Þeir vor báðir þöglir, létu verkin tala og erfðu báðir rosalega góðan grunn eftir fráfarandi stjóra. Paisley er sigursælasti þjálfari í sögu enskrar knattspyrnu.

    Viltu ennþá frekar hafa Mourinho en Benítez?

Blaðamannafundur: Cissé kynntur! (uppfært)

Nýtt Tímabil í Sögu Liverpool FC