Babbbel farinn til Stuttgart

Markus Babbel mun ganga til liðs við [Stuttgart í dag](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/3899133.stm).

Þar með lýkur ansi skrautlegum ferli Babbel hjá Liverpool. Babbel er án efa besti hægri bakvörður, sem Liverpool hefur átt síðustu 10 árin. Hann kom frá Bayern Munchen árið 2000 og sló í gegn á þrennutímabilinu. Þar var hann einn allra besti maður liðsins og var í gríðarlega miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins.

Hann sinnti varnarvinnunni vel og var svo gríðarlega hættulegur fram á við. En eftir að hann fékk veirusýkingu og nánast lamaðist, þá hefur hann aðeins spilað einn leik í aðalliðinu.

Hann kom aftur eftir erfið veikindi og spilaði einu sinni gegn Aston Villa. Þar kom það bersýnilega í ljós að hann var ekki sami leikmaðurinn og var tekinn útaf í fyrri hálfleik. Eftir það voru hann og Houllier ekki miklir vinir og því var hann lánaður til Blackburn, þar sem hann spilaði á síðasta tímabili. Babbel fékk aldrei tækifæri til að spila á Anfield eftir veikindin.

Lánavitleysa

Baros til Barca? (Uppfært: NEI!)