Flo-Po til Frakklands? (uppfært)

Florent Sinama-Pongolle er [orðaður við lánssamning við St. Etienne](http://www.skysports.com/skysports/article/0,,31-1143183,00.html) fyrir næsta tímabil.

St. Etienne hafa áhuga á að fá hann að láni, en ég efast stórlega um að Benitez láti hann frá sér. Benitez vill ábyggilega hafa 4 framherja hjá liðinu og Pongolle var gríðarlega líflegur í þeim leikjum, sem hann kom inná á síðasta tímabili.

Allavegana í flestum þeim leikjum, sem ég sá hann spila, þá lífgaði hann algjörlega uppá gjörsamlega líflaust spil Liverpool. Ég tel að hann hafi mun meira gagn af því að vera á bekknum hjá Liverpool og spreyta sig öðru hvoru, frekar en að fara aftur til Frakklands til að spila fyrir miðlungslið þar.

**Uppfært (Einar Örn)**: Echo [greina frá áhuga St. Etienne](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14428397%26method=full%26siteid=50061%26headline=st%2detienne%2din%2dloan%2dmove%2dfor%2dpongolle-name_page.html) en þeir telja að Liverpool muni hafna öllum boðum frá St. Etienne. Það væri að mínu mati hárrétt.

**Uppfært aftur (Einar Örn)**: Official síðan [greinir frá því að Pongolle sé ekki að fara neitt](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145390040715-1052.htm).

Ein athugasemd

  1. Ég er mjög sáttur við að hann sé ekkert að fara. Ég sá bæði FloPo og TonyLeT fyrir mér sem sterka leikmenn inn í hópinn á sínu öðru tímabili. Þeir voru frískir og í raun framar vonum á síðustu leiktíð en maður sá samt að þeir vour að venjast hraðanum og styrknum í enska boltanum.

    Núna geri ég ráð fyrir að þeir verði fastamenn á bekknum og gætu orðið liðinu mjög mikilvægir í vetur. FloPo mun kannski ekki fá mikið að gera til að byrja með … nema Owen meiðist aftur eða e-ð, en Tony gæti leyst ákveðin vandamál á miðjunni (bæði á hægri kanti og miðri miðju) ef við lendum í vandræðum með creativitý á miðjunni.

    Ég vill ekki sjá að þeir verði lánaðir. Hafa bara ekkert í frönsku deildina að gera aftur. Eigum bara að nota þá sem mest í vetur og leggja traust á þá. Þannig þroskast þeir mest sem knattspyrnumenn.

    En í annað: finnst engum öðrum en mér skrýtið hvað opinbera síðan er dugleg að neita því að menn séu á förum? Fyrst Diao, svo þetta og ég er farinn að heyra slúður um að Diouf gæti verið sá næsti sem Liverpool gefa út yfirlýsingu um að sé ekki að fara neitt.

    Sjáum til. Það eru núna sex dagar í fyrsta æfingaleik. The countdown commences…

Diao í viðræðum við Portsmouth (uppfært)

Lánavitleysa