Smá um Chelsea

Benitez virðist vera sallarólegur á markaðinum þessa dagana og ekki einu sinni verstu slúðurmiðlar reyna að orða hann við leikmenn. Það er í raun enginn leikmaður, sem er orðaður sterklega við liðið þessa dagana.

Þannig að verður maður ekki bara að skrifa um önnur lið? Það er svo sem margt að gerast. BBC [taka saman](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/3889781.stm) ágætis grein um það hvað liðin eru að gera.

Chelsea hafa án efa styrkst mest allra liða. Arjen Robben á vinstri kantinum og Peter Chech í markinu voru báðir stjörnur á EM og munu án efa bæta liðið. Einnig eru þeir búnir að kaupa [Mateja Kezman](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/c/chelsea/3888313.stm) frá PSV. Kezman var orðaður við nokkurn veginn öll lið á Englandi, þar á meðal Liverpool.

Ég verð einnig að játa að ég tel það vera alveg frábært að hafa fengið Mourinho í enska boltann. Maðurinn gjörsamlega dýrkar sjálfan sig. Held að það sé erfitt að finna annan mann á þessari jörð, sem er meira upptekinn af sjálfum sér. En það er pottþétt að það er stórskemmtilegt að fylgjast með honum. Ég hlakka allavegana til að sjá hann á móti Sir Nutty í fyrsta leiknum á næsta tímabili. Mourinho sagði [allavegana í viðtali](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1258542,00.html):

>I am not worried about pressure. If I wanted to have an easy job, working with the big protection of what I have already done before, I would have stayed at Porto – beautiful blue chair, the Uefa Champions League trophy, God, and after God, me.

Já, hann er skemmtilegur hann Mourinho.

Það er líka ljóst að Chelsea mun kaupa [Didier Drogba frá Marseille](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/c/chelsea/3889473.stm). Marseille hafa neitað 18 milljóna tilboði, en að lokum mun Chelsea bjóða nógu mikið og Marseille munu selja.

Þjálfaramálin að skýrast

Diao í viðræðum við Portsmouth (uppfært)