Davids til Inter (staðfest)

Edgar Davids er búinn að [skrifa undir 3 ára samning við Inter](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/europe/3869903.stm).

Áhuginn frá Liverpool var aldrei staðfestur af forráðamönnum liðsins, þannig að það getur vel verið að sá áhugi hafa bara verið búinn til af umboðsmönnum eða blaðamönnum. En samt, það hefði verið gaman að sjá hann í Liverpool búningi.

Sem Barcelona aðdáandi get ég hreinlega ekki skilið af hverju hann kýs að fara frá Barcelona til Inter.

Ein athugasemd

 1. Jamm, ég er sammála þér þar. Þótt Mílanóborg sé skemmtileg þá get ég ekki fyrir nokkurn mun séð hvernig í ósköpunum nokkkur getur talið betra að spila fyrir Internazionale en Barcelona.

  Inter = ManU Ítalíu. Oj bara!

  AC Milan, það er nú annað lið! En Inter … oj!

  En allavega, þvílík gúrkutíð! Þessar Davids-fréttir eru nánast það eina sem maður hefur verið að heyra undanfarna daga hvað varðar Liverpool. Ég held að maður hljóti á endanum að draga ákveðna ályktun út úr þessari gúrkutíð og það er að Benítez ætli sér ekki að umbylta L’pool-hópnum … í það minnsta ekki strax.

  Ég gæti ímyndað mér einn, mesta lagi tvo nýja leikmenn á næsta mánuðinum eða svo. Úr því sem komið er held ég að þeir verði ekki fleiri. Og ég held að það muni aldrei fleiri en einn eða tveir fara, allavega ekki strax. Gæti ímyndað mér að hann láti fleiri fara svo strax í janúar og næsta sumar, þegar hann er búinn að sjá hverjir virka og hverjir ekki … en Benítez ætlar greinilega ekki að umbylta hópnum alveg strax.

  Og er það vel. Að mínu mati þá er Igor Biscan ekki nógu góður til að spila fyrir Liverpool. Allir aðrir, nema Heskey að sjálfsögðu, eiga skilið að fá annan séns. Hver veit nema Traoré, sem vantar svo lítið uppá að verða frábær miðvörður, fái þá leiðsögn sem hann vantar hjá Benítez og Paco Ayesteran til að bæta sig? Hver veit nema Benítez setji óvænt traust á Diao sem verður til þess að hann dafnar? Hver veit nema Benítez noti Otsemobor, Warnock og Welsh meira en maður bjóst við á næstu leiktíð … og við fáum nýja stjörnu a la Gerrard, heimamann?!?!?

  Hver veit? Ekki ég. En það er það sem er spennandi. Ef Houllier væri enn við stjórnvölinn værum við brjálaðir yfir því hversu lítið er að breytast í hópnum … þar sem við vitum nákvæmlega hvað hann gat náð út úr þeim leikmönnum sem fyrir eru. En við vitum ekki hvað Benítez getur náð út úr þeim.

  Dæmi: Miguel Mista sat í varaliði Valencía … þar til Benítez tók við. Hann var næstmarkahæstur á eftir Ronaldo hjá Real í spænsku deildinni sl. vetur.

  Mögulegt dæmi: hann gerir svipaða hluti við Diouf?

  Hver veit……?

Slúður

Ys og Þys út af Litlu…