Slúður

Það er svosem ekki mikið merkilegt að gerast hjá Liverpool þessa dagana. Nokkrar fréttir frá síðustu dögum, sem ég hef enga sérstaka trú á.

Benitez er orðaður við nýjan markvörð, einhvern [Juan Catalayud hjá Malaga](http://www.liverpool-mad.co.uk/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=165540). Væntanleg forsenda þessarar fréttar er að Benitez hyggi losa sig við einhvern af Luzi, Kirkland eða Dudek.

Álíka líklegt er að Benitez sé að fara [að kaupa Mido](http://www.skysports.com/skysports/article/0,,55-1142521,00.html), sem er ekki í náðinni hjá Marseille. Hvernig hann nákvæmlega ætti að bæta ástandið á Anfield get ég ekki alveg skilið.

Jú, og svo eru Liverpool [áfram orðaðir við Mista](http://www.liverpool-mad.co.uk/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=165526) hjá Valencia. Hann er náttúrulega frábær, en við höfum ekkert við annan framherja að gera nema þá að Baros sé á leiðinni til Madrid, sem mér finnst ekki líklegt.

Já, og svo var greyið [Igor Biscan kosinn lélegast leikmaður úrvalsdeildarinnar](http://www.liverpool-mad.co.uk/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=165545). Af einhverjum mögnuðum ástæðum var Diouf í öðru sæti. Ég skil það ekki alveg.

Ein athugasemd

  1. Mjá, en ég skil bara ekki af hverju er ekki hægt að slúðra einhverju skemmtilegu..!?! Það myndi amk. lina þjáningar Liverpool-aðdáenda í þessari gúrkutíð..! :tongue:

    Núna einum bjór of mikið sé ég hvað það hefði verið skemmtilegt að fjalla dálítið um EM og setja það allt saman inn í <em> tag 🙂

Argentínumaður í vörnina?

Davids til Inter (staðfest)