Ricardo

Ricardo, markvörður Portúgala vill koma til Liverpool.

Gott hjá honum. En þurfum við virkilega annan markvörð?

Það væri jú vissulega gott að fá einhvern, sem getur tekið vítaspyrnur 🙂

5 Comments

 1. Þetta er vonandi bara fjölmiðlafár því við höfum markverðina. Annars las ég inná koptalk áðan athyglisverða grein sem ég hef einmitt verið að velta sjálfur fyrir mér. Það að Benitez ætli að gefa núverandi hóp séns í að sanna sig áður en hann gerir kaup, en það verður að hafa það í huga að ef við kaupum ekki núna, verður það ekki hægt fyrr en aftur 1.janúar 2005. Það býr miklu meira í hópnum en hann hefur sýnt en með 3 nýjum klassa mönnum er þetta orðinn hópur sem getur spilað um titla. En hvað veit ég….væri að stjórna þeim ef ég vissi betur :rolleyes:

 2. Ég held að hann vilji bara sjá nokkrar æfingar. Jafnvel þó hann bíði aðeins, þá er félagsskiptaglugginn opinn alveg fram í september, að mig minnir.

  Ég held að Parry hafi ekki verið að tala um að láta liðið spila nokkra leiki án þess að kaupa menn, heldur einungis að spila nokkrar æfingar, sem er nokkuð eðlilegt, þar sem Benitez hefur ábyggilega bara séð nokkra leikmenn í sjónvarpinu en örfáa á velli (nema þá í leikjunum gegn Valencia, þar sem hans menn yfirspiluðu Liverpool :confused:)

 3. Ég get ekki ímyndað mér að Benítez telji sig þurfa annan markmann á þessari stundu, ekki einu sinni Canízares. Ég meina, hann er rétt að byrja að æfa með hópinn í dag og er því að byrja að meta mannsskapinn … það mun koma mér mjög á óvart ef hann verður ekki impressaður af því að sjá Kirkland, Dudek og Luzi, sem eru allt frambærilegir markmenn. Ef hann sér þá þrjá og telur okkur samt þurfa einn markann í viðbót…..? Ég sé það ekki gerast.

  Hins vegar fer að styttast í að maður verði áhyggjufullur ef enginn miðjumaður kemur … og enginn miðvörður. Ef það kemur enginn miðvörður myndi ég taka það sem skýrt tákn að hann ætli að treysta á Hyypiä, Carragher og Henchoz í þeirri stöðu (og jafnvel Biscan? Ónei … en það er ekki mikið talað um að hann sé á förum!).

  Hins vegar vantar okkur menn á miðjuna – bæði miðjumann og hægri kantmann. Nauðsynlega. Þannig að þeir bara hljóta að versla allavega tvo miðjumenn áður en tímabilið hefst.

  Ricardo: óþarfur.
  Davids: nauðsynlegur.
  Hargreaves: nauðsynlegur.
  Almeida: óþarfur … en það væri frábært og gaman að fá hann.

 4. Þetta er náttúrlega bara algjört rugl! En er hann ekki bara að vekja athygli á sér til að koma sér burt frá Sporting? Hvaða heilvita manni myndi detta þetta annars í hug, nema þá að agentinn hans sé eitthvað geðveikur. :tongue:

  Og eitt enn: hefur eitthvað verið talað meira um Traore? Ég velti því fyrir mér hvort að Benítez ætli að gefa honum séns í miðvörðinn..?

 5. Ricardo væri fínn á milli stanganna en ég held að við þurfum hann ekki. En samt… Kirkland meiðist á hverju einasta ári í nokkra mánuði og ég get ekki alveg treyst Luzi á bekknum, þannig að ég held að það væri bara fínn kostur að fá Ricardo ef hann getur komið á sæmilegu verði.

Davids til Chelsea?

Mourinho um Davids