Davids til Chelsea?

Það kemur manni svo sem ekki á óvart þegar Chelsea er orðað við leikmenn, en samt. Af Sky: [BLUES TO SEAL SHOCK DAVIDS DEAL](http://www.skysports.com/skysports/article/0,,1-1141572,00.html).

Sky hefur það eftir ítalskri sjónvarpsstöð (ítalskir fjölmiðlar eru nokkurn veginn þeir óáreiðanlegustu í slúðri) að Edgar Davids sé búinn að skrifa undir hjá Chelsea.

En aftur á móti eiga Deco og Steven Gerrard líka að vera búnir að skrifa undir hjá Chelsea, þannig að maður ætti að vera rólegur 🙂

Ein athugasemd

  1. Það yrði svo sannarlega reiðarslag ef hann færi til Chelsea eftir að hann hafði verið orðaður til LFC. Að mínu mati mundi ég telja kaupin á Davids vera ein af kaupum sumarsins og í raun mjög nauðsynleg ef við ætlum að ógna Arsenal og Chelsea um titilinn (ég minnist ekki á M** U** þar sem ég tel þá ekki sömu ógn og hin liðin tvö). En svo sannarlega kemur mér það á óvart að Davids skyldi fara til Chelsea (samkv. fjölmiðlum ytra) og í raun furðulegt að þeir hafi ekki verið búnir að bjóða honum allar milljónirnar fyrr. Hann fer í taugarnar á mér þessi Abramovic

Viðtal við Parry

Ricardo