Duff fyrir Gerrard

Flest blöðin í Englandi eru í dag með frétt um að þetta Gerrard mál snúist ekki lengur um Steven Gerrard, heldur hvaða leikmenn fari í hina áttina.

[Times halda því fram](http://www.timesonline.co.uk/article/0,,27-1158318,00.html) að það sé ólíklegt að Chelsea bjóði aðra leikmenn í skiptum fyrir Gerrard *nema* að Liverpool biðji um það.

[Guardian ganga skrefinu lengra](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1247786,00.html) og halda því fram að Liverpool vilji sjá Damien Duff í staðinn fyrir Gerrard.

>Braced for the inevitable backlash from their supporters, Liverpool will seek to secure Duff’s signature to salvage more than just a hefty transfer fee. The Irish winger has been a long-standing target on Merseyside, with the former manager Gérard Houllier twice thwarted in his attempts to sign him from Blackburn.

>Duff, whose first season at Chelsea was marred by injuries, has yet to settle in the capital and **Liverpool are confident he would welcome a return to the north-west.**

>Though Chelsea would instinctively prefer to retain him, they have bought the left-sided Dutch international winger Arjen Robben for £12m from PSV Eindhoven and may be more receptive to including Duff as a makeweight in a deal to sign Gerrard.

Núna er bara að sjá hversu snjall samningamaður Parry er í rauninni. Liverpool hefur ÖLL spil á hendi sér. Gerrard er nýbúinn að skrifa undir samning og það er enginn “escape clause” í samningnum. Þannig að Liverpool gæti þess vegna haldið honum nauðugum næstu fjögur árin.

Annars er ég (Einar Örn) að fara í stutta viðskiptaferð til Bandaríkjanna og því verður það Kristján, sem mun sjá um að halda síðunni uppi á meðan.

Frakkar líka úr leik!

Bruno Cheyrou til Marseille