Shit.

gerrardtochelsea.jpg

Eins og Kanarnir segja: the shit has hit the fan. Eins og ég talaði um í gær þá kvaðst ég spenntur yfir að heyra Gerrard tjá sig, annað hvort af eða á, um þetta Chelsea-slúður í dag. Ég fór vongóður til rekkju í gærkveld … vaknaði svo í morgun og sá þetta: KopTalk – GERRARD SALE AGREED!

Þarna vitna og vísa þeir KopTalk-menn í grein sem birtist í Express-blaðinu í Bretlandi í dag, og sjá má úrklippu úr þeirri grein efst í þessari færslu.

Takið eftir að í þessari blaðagrein, í fyrsta skipti að því er ég veit, er því ekki haldið fram að Gerrard sé “líklega” á leiðinni til Chelsea. Hér er því haldið fram að hann sé búinn að semja, að salan sé frágengin og meira að segja nákvæmt kaupverð og laun eru nefnd til sögunnar!

Það sem skiptir máli að hafa í huga eru skaðabótalög í Bretlandi. Þú mátt skrifa eins mikið og þú vilt um að einhver sé “líklega” eða “kannski” á leiðinni eitthvað. En um leið og þú skrifar að einhver sé “búinn að semja” við eitthvað lið, þá ertu að leggja orð þitt að veði. Ef það svo reynist vera tómt slúður er hægt að lögsækja þig og þitt dagblað fyrir að birta róg um viðkomandi lið/leikmann. Eins og blaðamennirnir sem lugu því að Martin O’Neill væri þegar búinn að samþykkja að verða næsti stjóri Liverpool komust að nú í vor.

Harry Harris, penninn sem er ábyrgur fyrir þessari grein, hlýtur því að hafa andskoti konkrete-upplýsingar fyrir þessari sölu fyrst hann fullyrðir að salan sé frágengin og að Benítez sé farinn að leita að eftirmanni Gerrard.

Enn og aftur – höldum ró okkar þangað til Gerrard sjálfur eða Liverpool FC tjá sig um málið, opinberlega og til að taka af allan vafa. En staðreyndin er samt sú að þetta er svona 98% líklegt eins og staðan er í dag, og svo að ég vitni í greinina á KopTalk:

>”The current silence from Anfield is deafening

Nákvæmlega. Þetta er einhver óþægilegasta þögn sem ég man eftir…


**Uppfært (Einar Örn):** Þetta virðist vera komið útum allt. [BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/3839441.stm), sem eru nú áreiðanlegir, slá þessu upp á forsíðu. Þar segir m.a.

>The paper said new Anfield boss Rafael Benitez had told one leading European agent: “**Let’s go and find some players – I’ve just sold Steven Gerrard.**”

Þetta er rosaleg. Roooooosalegt!

**Uppfært aftur (Einar Örn)** Menn eru víst sammála um að þetta Benitez kvót sé bara bull. Enda er það hálf hallærislegt.

6 Comments

 1. Ég er búinn að sætta mig við þessa tilhugsun fyrir löngu. Ekki það að ég sjái ekki eftir Gerrard, en það þýðir ekki að gráta Björn bónda. Heldur safna fé og kaupa nýjan.

  Það er spurning hvort þú ferð að lýsa því yfir Einar að tryggð sé dautt fyrirbæri í knattspyrnuheiminum?

 2. Ég ætla að spara yfirlýsinguna aðeins, Birkir. Þegar ég heyri þetta frá Gerrard sjálfum, þá kemur hún 🙂

  En þetta er búið að standa svo lengi yfir að maður er búinn að jafna sig að hluta til.

  Við vorum hræðilegir síðasta vetur með Gerrard í liðinu. Ég er á því að við getum ekki verið mikið verri án hans.

 3. Harry Harris er fífl og lygari og ekkert mark takandi á honum.
  Annars hef ég fulla trú á að vinna tvö veðmál við púlara um að Gerrard fari í sumar. En þetta er ekki sönnun.

England töpuðu fyrir Portúgal!

Shit (framhald)