England töpuðu fyrir Portúgal!

owenportugal.jpg Haldiði að Englendingar hafi ekki tapað fyrir Portúgölum í 8-liða úrslitunum á EM í kvöld? Og það 6-5 í vítaspyrnukeppni … eftir að Owen hafði komið Englendingum yfir og Lampard jafnað fyrir þá í framlengingu töpuðu þeir 6-5 í vítaspyrnukeppni. Vondu kallarnir: David Beckham (yfir) og Darius Vassell (varið). Sem betur fer fyrir okkur L’pool-aðdáendur skoraði Michael Owen úr sinni spyrnu … hann hefði eflaust misst allt sjálfstraust á ný ef hann hefði klúðrað enn einni spyrnunni.

Vissulega er aðeins eitt sem allir Liverpool-aðdáendur hugsuðu þegar þeir sáu Englendinga ganga niðurlúta af velli. Nefnilega: “Núna leysist Gerrard málið vonandi strax á morgun!”

Og það er einmitt málið. Nú, þar sem Englendingar eru úr leik, er Steven Gerrard ekki lengur bundinn þagnarskyldu varðandi félagsliðamálefni. Næst þegar hann talar við blaðamann, væntanlega á morgun, verður hann 100% örugglega spurður hvort hann sé á leið til Chelsea. Og þá fáum við væntanlega svar … þar sem hann er ekki þekktur fyrir annað en hreinskilni í viðtölum!

Annars benti félagi minn mér á góða grein um Gerrard-málefnin núna í kvöld og mér fannst rétt að deila henni með ykkur. Greinina í heild sinni má lesa hér á spjallborði Liverpool.is, en ég hef valið úr nokkra frábæra punkta:

>The rumours spread like wild fire. Just like the vermin press many Liverpool supporters completely overlook the fact Gerard was happy to sign an extension to his contract earlier this year. They instead jump all over Gerrard. They are all raging. No matter what Gerrard does now he will be damned for eternity in their eyes. Why can?t Gerrard just come out and say something? Why cant Gerrard just open his mouth and let the supporters who love and adore him know his true intentions? “We have helped him be where he is today, we deserve better than to be hoodwinked” is the familiar cry. A large percentage of Liverpool’s own fan base are seriously angered and now talk of Gerrard with pure hatred NOT love.

Nákvæmlega. Gleymum ekki hvað það er stutt síðan Gerrard skrifaði undir samning við liðið. Krossfestum hann ekki fyrr en hann sjálfur hefur staðfest að hann sé að fara, ókei?

>In Portugal Gerrard is aware of what?s happening but two things are a problem here. Firstly he can?t talk to the press about club football, the FA have banned it. Secondly, he still wants a few world-class players to be signed. That hasn?t been achieved yet. If he was to come out and say “I’m staying put” and then get home to find there will be no knew players he will then look a right ******* if he then decided to go. Bringing in Benitez was the right way to go. It has helped matters but there still needs to be new faces of real quality.

Og að lokum…

>I am sure Gerrard will stay. Like I have already said it doesn?t make sense for him to leave now when we are about to embark on a new dawn. I am sure he will at least give the manager one season to see how things go. But why would he if the majority of supporters decide to lower their support for him just because he didn?t, for the umpteenth time, pledge his future to the club. And just because he didn?t break FA rules and speak out about it. Because he waited to see what new faces where in place first before saying something. If he commits then Parry will take this as being off the hook. Yet many Liverpool supporters know we need a few new faces of real quality. Gerrard could just be using the player power he has to force the clubs hand. Owen was being praised for doing this yet Gerrard isn?t being afforded the same thing.

Þetta mál með Gerrard hlýtur að leysast á morgun eða hinn … þ.e.a.s. að ef hann ætlaði sér aldrei að fara og þetta er bara slúður hlýtur hann að leiðrétta það sem fyrst, nú þegar hann má loks tjá sig aftur um klúbbamál. Ef hann hefur enn ekkert sagt á mánudaginn næstkomandi tek ég það sem sterkustu sönnunina hingað til um að hann sé virkilega að fara. Þannig að nú bíð ég bara spenntur eftir að fara á netið á morgun, þar sem ég vænti þess að sjá Steven Gerrard tjá sig um málið!


Annars var eitt enn fréttnæmt fyrir okkur Liverpool-aðdáendur í leiknum í kvöld og það var mark Michael Owen. Þetta mark reyndist frekar merkilegt, eins og kom fram í frétt á YNWA.tv í kvöld. Með því að skora í kvöld sitt fyrsta mark á EM 2004 varð Michael Owen fyrsti leikmaðurinn í sögu Liverpool til að skora mark/mörk fyrir sitt landslið í fjórum eða fleiri stórmótum landsliða.

Þá spilaði hann einnig sinn 60. landsleik sem þýðir að hann er nú leikjahæsti enski leikmaðurinn í sögu Liverpool-landsliðsmanna. Og það aðeins 24 ára gamall. Þá er hann á góðri leið með að verða markahæsti leikmaður Englendinga fyrr og síðar … mig minnir að hann vanti aðeins 18 mörk í að ná Gary Lineker, sem ætti alveg að takast ef hann spilar með landsliðinu í 7-9 ár í viðbót.

Jæja, látum þetta nægja í bili. Sorglegt tap hjá þeim ensku en mikil víma hjá heimamönnum í Portúgal. Núna kæmi mér ekkert á óvart þótt þeir fari bara alla leið, úr því þeir kláruðu Englendingana … samt kem ég til með að halda með Milan Baros, og Hollendingum! Væri til í að sjá Holland – Tékkland í úrslitum!

Á morgun: ummæli frá Steven Gerrard. Þ.e.a.s. ef allt er með felldu í Bítlaborginni. Ef hann er ekki á förum vill hann eflaust kveða niður orðróminn sem fyrst … ef hann er að fara mun þögn hans yfir helgina segja meira en þúsund orð!

3 Comments

  1. Það er reyndar smá villa í fréttinni þinni Stjáni. Owen er fyrsti leikmaður ENGLANDS til að skora í fjórum stórmótum, ekki Liverpool 😉

  2. Já, þetta er góð grein um Gerrard. Vissulega margt í þessu. Einsog ég sagði áður, þá má maður ekki láta þessar spekúlasjónir alveg fara með sig.

    Þangað til að Gerrard segir eitthvað, þá er hann enn hetjan okkar 🙂

Ok, núna getum við byrjað að tala saman

Shit.