Ok, núna getum við byrjað að tala saman

Daily Telegraph í dag: [Chelsea’s £ 50m Gerrard bid](http://www.telegraph.co.uk/sport/main.jhtml?view=DETAILS&grid=D&xml=/sport/2004/06/24/sfnliv24.xml).

>Chelsea are ready to launch an audacious attempt to sign Liverpool midfielder Steven Gerrard in a deal worth £50 million by offering Damien Duff and Scott Parker, plus £20 million in cash for the England midfielder.

Þarna er komið eitthvað, sem er farið að komast nálægt virði Stevie G. Allt þetta fáránlega bull um 30 milljónir punda (svipað og Verón kostaði ManU) fyrir Gerrard, var náttúrulega bara bull.

En segjum sem svo að Gerrard vilji fara, þá verðum við bara að sætta okkur við það og reyna að fá sem mest fyrir hann.

Call me Crazy, en gætum við ekki actually verið með betra lið ef við seldum Gerrard og fengjum Parker og Duff í staðinn plús 20 milljónir punda. Þær 20 milljónir gætum við notað til dæmis að hluta til að fá Aimar til liðsins. Hvernig væri þessi miðja:

**Duff – Parker – Aimar – Kewell**

Ekki slæmt, ha?

Sannarlega betri en

**Kewell – Gerrard – Hamann – Diouf**


**Uppfært: Einar Örn.** Einnig hér athyglisverð frétt, um það að Rosicky, sem VILL spila fyrir Liverpool sé falur fyrir [4 milljónir punda](http://www.fansfc.com/frontpage/frontpagenews.asp?newsid=128456)

Hvernig væri þá að eyða 4 milljónum í Rosicky og eiga þá 16 eftir og eyða þeim í varnarmenn!

Miðja með Duff – Parker – Rosicky – Kewell væri frábær. Allt ungir (allir undir 25 að ég held) og gríðarlega skemmtilegir leikmenn. Svo væri hægt að kaupa topp miðvörð til að spila með Hyppia fyrir restina af Rússagullinu.

4 Comments

  1. Það gæti samt orðið helst til vandræðalegt ef Duff væri alltaf að fara úr axlarlið… :blush:

  2. Nýjasta tilboð Chelsea er að mínu mati staðfesting á því að Steven Gerrard hefur rætt við Rick Parry um að vilja fara. Rick Parry hefur viljað halda því leyndu svo það trufli ekki Gerrard á EM og því munum við fljótlega fá staðfestingu á þessu eftir að Portúgal hefur slegið út England í dag.

    Fyrst Steven Gerrard vill fara og Chelsea óðir að fá hann, þá finnst mér sniðugt af Parry að sýna business hæfileika sína (sem hann er þekktur fyrir) og fá Scott Parker, Damien Duff OG Gallas auk þessara skítnu 20 milljóna. Það mundi allavega láta þessa “uppfyllingapeninga” sýnast meira en áður. Þetta sparar okkur það að kaupa 2 miðjumenn og 1 varnarmann þannig að 20 millurnar geta notast í að fá 2-3 aðrar stjörnur og sýna það að Chelsea verður fyrir neðan Liverpool á næsta ári! Þetta er orðin jákvæð þróun ef við fáum þessi skipti.

  3. Ég tel það að ef að þessu boði verður tekið séum við ekki að fá 50 millur fyrir Gerrard ef við tökum þessu tilboði, það skal eingin halda því fram að Parker og Duff séu 15 mllj. punda virði hvor. Þessir menn voru báðir keyptir til Chelsea á sínum tíma fyrir allt of mikla peninga þar sem að þeir voru hreinlega ekki til sölu (nema fyrir skyhigh upphæpir). Ég er á því að annaðhvort verði Chelsea að bæta við lágmark 10 miljónum punda jú eða öðrum leikmanni, einhver sagði Gallas það væri gott eða jú kanndki Glenn Johnson, en allavega er ekki hægt að meta Parker og Duff (þó góðir séu þeir báðir) á 30 miljónir, þeir voru nú einu sinni bara keyptir á einhverju Rússa fylliríi.

  4. Ágætis punktur, Ólafur. Duff var keyptur á 17 milljónir og Parker að mig minnir á undir 10. Duff lék frábærlega, en var oft meiddur, þannig að það væri ekki hægt að segja að hann hefði aukist að verðmæti.

    Auðvitað eru þetta bara Championship Manager pælingar, en Gallas+Duff+Parker+15 milljónir=Gerrard væri fínt. 🙂

Erfiður fyrst leikur.

England töpuðu fyrir Portúgal!