Takk, Milan!

milanbarostyskaland.jpgEfaðist einhver um það, þegar að Milan Baros fékk boltann 40 metra frá markinu, að hann myndi skora?

Ég er svo viss um að hann vissi það allan tímann. Honum hefði verið nokk sama, þótt varnarmennirnir hefðu verið þrír, hann ætlaði að fara beint á markið og skora. Frábær frammistaða.

Þar sem flestar Liverpool fréttir undanfarna daga hafa verið slæmar fréttir, þá getum við svo sannarlega glaðst yfir frammistöðu Baros. Núna er hann búinn að skora 3 mörk í rúmlega tveimur leikjum. Ekki slæmt fyrir mann, sem komst ekki í Liverpool liðið vegna þess að þar var Emile Heskey fyrir!!

Og þar sem ritstjórar þessar síðu eru báðir Hollands-aðdáendur, þá verðið þið að fyrirgefa þennan Hollands áróður, en það geta fáir haldið því fram að Þjóðverjar hafi átt skilið að komast áfram. Bestu liðin í riðlinum, Holland og Tékkland komust áfram.

Núna er bara að vona að Baros haldi áfram á sömu braut. Ég er alveg ofboðslega hrifinn af Tékkum og ef að Hollendingar vinna þetta ekki, þá vona ég allavegana að Tékkar taki þetta. Danir eru nú ekki með sterkustu vörnina, þannig að Baros ætti að geta haldið áfram á sömu braut.

Viðbót (Kristján Atli): Ég var að átta mig á að Hollendingar og Svíar mætast í 8-liða úrslitunum á laugardaginn. Þau tvö lið sem eiga litríkustu áhorfendurnar. Getiði ímyndað ykkur litadýrðina á vellinum í Faró á laugardaginn? 50% gulur, 50% appelsínugulur. Brilljant! Áfram Holland … og áfram Baros!

2 Comments

Milan, við treystum á þig!

Erfiður fyrst leikur.