Chelsea vill fá Gerrard. Döööh!

Peter Kenyon, sem sveik vini okkar í ManU fyrir meiri peninga hjá Chelsea, kom [fram í þætti á gervinhattastöð Chelsea](http://www.koptalk.org/forums/showflat.php/Cat/0/Number/292663/page/0/view/collapsed/sb/5/o/all/fpart/1).

Þar kom það í fyrsta skipti opinberlega fram að Chelsea menn hafa áhuga á Gerrard. Hann segir:

>”But it’s speculation at this stage. [Gerrard]’s made his views known in the press I think, how relevant they are I don’t know but if he was to become available we would definitely be in for Steven Gerrard.”

Þetta þarf nú ekki að koma mörgum á óvart. Öll lið í heimi hafa áhuga á Gerrard og því er eðlilegt að liðið, sem getur dreymt um að sjá hann í liðinu, sé að pæla í honum.

Það er alveg ljóst að klúbbarnir munu koma sér saman um verð ef Gerrard vill fara. Chelsea á nógan pening. Þetta snýst bara um hvað Gerrard sjálfur vill gera.

Gúrkutíð…

Milan, við treystum á þig!