Bla bla bla Steven Gerrard bla bla

Fyrrverandi Liverpool leikmenn er hópur, sem fer sífellt meira í taugarnar á mér. Það virðist vera nær takmarkalaust framboð af fyrrverandi Liverpool mönnum, sem halda fram öllum mögulegum skoðunum. Vantar blaðmanni einhvern til að hvetja Gerrard til að fara til Chelsea? Þá hlýtur að vera hægt að finna einhvern fyrrverandi leikmann til þess að gera það.

Alan Hansen ákvað að [skrifa grein til að lista allar mögulegar ástæður fyrir því af hverju Gerrard eigi að fara til Chelsea](http://www.telegraph.co.uk/sport/main.jhtml?xml=/sport/2004/06/19/sfnhan19.xml&sSheet=/sport/2004/06/19/ixfooty.html). Ef Hansen styður virkilega Liverpool enn í dag, hvaða andskotans tilgangi þjóna þá svona skrif?

>The question he will have asked himself – the same one that Rafael Benitez will also be considering – is how long until Liverpool are in a position to challenge for major trophies? Five years? Six? Seven? Does Gerrard have the time to wait around for the new manager to build the team around him while there is an opportunity to walk into a Chelsea side who will be very serious challengers next season?

>At Chelsea, Gerrard will have an immediate chance of the big trophies. At Liverpool, right now, he does not.

Hvaða vitleysa er þetta? Liverpool með Steven Gerrard, Michael Owen, Milan Baros, Harry Kewell og Djibril Cisse getur vel blandað sér í baráttuna á næstu tveimur til þremur árum.

Ég skil ekki hvað Hansen fær útúr svona pistlum, sem gera bara slæma hluti verri.


Talandi um að gera slæmt ástand verra, þá eru m.a.s. farnir að birtast pistlar, [þar sem Gerrard er harkalega gagnrýndur af stuðningsmönnum](http://www.thisisanfield.com/columnists0304.php?id=00000131). Ég er ansi hræddur um að svona skrif geri bara illt verra.

Ég er búinn að jafna mig nokkurn veginn á þeirri tilhugsun að Gerrard geti farið. Eftir að hafa lesið alltof mikið af greinum er ég farinn að hallast að því að það séu meiri líkur á að hann fái borgað með illa fengnum rússneskum olíupeningum á næsta ári.

>That it is Chelsea who tempt him, **a club with no history of success or widespread support** makes it even worse and leads people to suspect it is greed alone that is his motivation. (feitletranir mínar)

En ég reyni samt að segja við sjálfan mig að Steven Gerrard hefur ekki enn sagt orð um þetta mál. Hann hefur aldrei gefið neitt í skyn annað en að hann vilji vera áfram hjá Liverpool. Þangað til að hann gerir annað, þá verðum við að halda ró okkar.

2 Comments

  1. En ég reyni samt að segja við sjálfan mig að Steven Gerrard hefur ekki enn sagt orð um þetta mál. Hann hefur aldrei gefið neitt í skyn annað en að hann vilji vera áfram hjá Liverpool. Þangað til að hann gerir annað, þá verðum við að halda ró okkar.

    Þetta vekur hins vegar hálfgerðan ugg hjá mér…. Af hverju gengur Gerrard ekki fram fyrir skjöldu og kveður niður þessar sögusagnir ef ekkert er hæft í þeim?

  2. Jú, vissulega. En við megum ekki gleyma því að þetta byrjaði allt af alvöru eftir að EM2004 byrjaði. Það er eðlilegt að Gerrard vilji einbeita sér að Englands málum.

    Þetta hlýtur að koma í ljós stuttu eftir keppnina.

    En við getum nokkurn veginn bókað að allt tal um að þetta sé klappað og klárt sé bull, því það er augljóst að Liverpool hefur ekki fengið tilboð í Gerrard og þangað til að Liverpool samþykkir tilboð, þá má Chelsea ekki tala við hann.

Houllier og Benítez

Guess who!