Getur hið ómögulega gerst?

Það er ekki beinlínis uppörvandi að lesa fyrirsagnir blaðanna á morgun (í dag, þriðjudag):

[ITV: Gerrard wants Chelsea move](http://www.itv-football.co.uk/News/story_114122.shtml)
[Echo: Red Fight for Stevie](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14331951%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2dfight%2dfor%2dstevie-name_page.html)
[This is London (Daily Mail): Gerrard wants Anfield Exit](http://www.thisislondon.com/sport/football/articles/11316423?source=Daily).

Í stuttu máli þá munu Daily Mail slá því uppá baksíðu á morgun að Gerrard hafi ákveðið að leggja inn beiðni um að verða seldur.

Blaðið segir að hann hafi ekki lagt inn formlega beiðni, en hann sé ákveðinn að gera það vegna þess að hann sé sannfærður um að hann þurfi að fara frá Liverpool til að hugsa um ferilinn sinn. Þar segir meðal annars:

>The England midfielder has told the Anfield club of his intention to move this summer – though he has yet to formalise his request by putting it in writing – but was told he would not be allowed to go under any circumstances.

Áður en að fyrsti Liverpool aðdáandinn fær hjartaáfall útaf þessum tíðindum, þá væri rétt að Steven Gerrard kæmi fram og segði hug sinn. Ég er ekki tilbúinn að bíða í þrjár vikur eftir þessu eða þangað til að EM klárast. Ég mun ekki höndla það að missa Gerrard. Það er bara ekki hægt. Það myndi gera milljónir Liverpool aðdáenda þunglynda. Þetta er einsog fyrir Napoli að selja Maradona, Arsenal að selja Henry, United að selja Cantona, Real Madrid að selja Raúl. Það bara á ekki að vera hægt. Ég neita að trúa því að Gerrard vilji fara. Það bara getur ekki verið!

Þetta er ekki einsog þegar United seldi Beckham. Þá var liðið að losa sig við 28 ára leikmann, sem var orðinn of stór fyrir þjálfarann. Í Gerrard erum við að tala um mann, sem er liðið. Hann hélt Liverpool uppi á síðasta tímabili og tilhugsunin um það tímabil án Gerrard er hræðileg. Liverpool hefði sennilega verið nær 10. sætinu en því fjórða.

Þetta er heldur ekki einsog að Alan Smith fari frá Leeds. Hann er að fara frá sökkvandi skipi. Liverpool er, þrátt fyrir allt, ekki sökkvandi skip. Liðið var að reka þjálfarann og er að ráða einn besta þjálfara í Evrópu. Liðið er í Meistaradeildinni, er með ungt og efnilegt lið og langflestir Liverpool stuðningsmenn líta með björtum augum til næsta tímabils. Ef að Stevie G. myndi fara, myndi nánast öll sú bjartsýni hverfa ansi fljótt. Ég myndi allavegana sjá fram á verulegt þunglyndi.

Getur Gerrard farið? Er það löglegt? Það er ekki hægt að líkja þessu við það þegar Keegan fór, eða Rush fór, eða Dalglish hætti. Þetta er ekki eins. Þetta væri algjör uppgjöf fyrir Liverpool. Liðið væri að viðurkenna að það gæti ekki keppt við Chelsea og það yrði stórkostlegur ósigur. Stórkostleg hefð besta knattspyrnuliðs Englands myndi víkja fyrir illa fengnum rússneskum olíupeningum.

Ef að Gerrard fer, þá vona ég svo innilega að það sé vegna þess að hann vilji sjálfur fara. Þá getur hann bara verið minn stærsti óvinur. Ef að hins vegar Liverpool tæki það upp hjá sér að selja Gerrard vegna peninganna, þá myndi ég ekki geta fyrirgefið félaginu. Allavegana ekki fyrr en liðið verður næst meistari.

Við verðum bara öll að vona að þetta sé bara blaðauppspuni. Mikið væri samt gott að fá fyrirliðann okkar til að sannfæra okkur um að það sé engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur. Það er alveg ljóst að þessar sögusagnir eru komnar of langt. Núna þurfa annaðhvort Gerrard eða stjórn Liverpool að koma fram og sannfæra okkur um að þetta sé bull, eða (Guð hjálpi okkur öllum,) dagsatt.

Ein athugasemd

 1. Ég ætla að herma eftir látna snillingnum Bill Hicks hér og breyta mér í ofurhetjuna ‘Sane Man’, sem sér í gegnum allt heimsins “bullshit” og sér bara það sem kallast “common sense”.

  Fact: Gerrard, eins og aðrir leikmenn enska landsliðsins, er aðeins að hugsa um eitt núna: EM 2004.

  Fact: Gerrard, eins og hann var búinn að tala um fyrir mótið, er spenntur að sjá hvaða leikmenn nýr stjóri kaupir til liðsins.

  Fact: Gerrard, eins og hefur komið fram margoft, var sjálfur mikill aðdáandi Benítez þannig að ráðning hans hlýtur að hafa verið honum mikið gleðiefni.

  Fact: Gerrard er harðasti Liverpool-stuðningsmaður í heimi. Harðari en við tveir til samans, Einar.

  Fact: Gerrard er nú þegar skít-mold-drullu-fokking-ríkur á þeim launum sem hann hefur hjá LFC. Þá er hann orðinn fyrirliði uppáhaldsliðsins síns og er á hátindi ferils síns.

  Sane Man ályktar því að það sé ekki möguleiki að Gerrard vilji ólmur yfirgefa félagið, a.m.k. ekki fyrr en að ári þegar hann hefur séð Benítez mistakast að bæta liðið á komandi vetri.

  Þar að auki er vitað, eins og ég kom að í byrjun, að hann er með hugann við EM núna og mun því ekkert gefa út um þessi mál. Hann er ekkert að pæla í þessum málum einu sinni, hann er upptekinn við að vinna EM.

  Sem leiðir okkur að einni augljósri niðurstöðu: annaðhvort eru blöðin að redda sér í gúrkutíð með því að spinna sögur … eða þá að einhver hjá Chelsea er að lauma orðum í pressuna og reyna að gera Gerrard og hans fólk órólegt. Þetta er aldagömul aðferð sem Real Madríd notuðu með frábærum árangri á David Beckham í fyrra.

  Að mínu mati, sem Sane Man, þá er augljóst að þetta er bara slúður. Hvort Gerrard vill fara eða ekki fáum við sennilega ekki að vita fyrr en eftir mótið – en ég tel í mesta lagi 1,4% líkur á að hann vilji fara í sumar. Ekki meira, ef svo mikið.

  Og ég þori að fullyrða eitt hér og nú: Steven Gerrard er ekki búinn að biðja um transfer frá Liverpool!!! Af því að:

  (a) = Ef hann er jafn trúr Liverpool og hann segist vera þá mun hann vilja gefa Benítez allavega ár til að rétta liðið við. Hann er enn ungur og ekkert verr staddur ef hann yfirgefur okkur eftir ár heldur en í sumar. Það sama gildir um Owen.

  Og:

  (b) = Jafnvel þótt hann vildi fara frá Liverpool núna strax þá væri ekkert vit í því að vera að heimta sölu frá félaginu í miðri Evrópukeppni. Hann hefði klárað það fyrir mót (sem við vitum að hann gerði ekki þar sem hann var í æfingabúðum á Ítalíu í síðustu viku að tala með tilhlökkun um væntanleg kaup nýs framkvæmdarstjóra) en líklegast er að hann muni þá gera það eftir mótið. Þannig að þótt hann vilji í raun fara frá liðinu þá er hann líklegast ekki búinn að fara fram á sölu, formlega.

  Þannig að ég neita að vera órólegur. Jújú, ég fæ sting í magann og bremsufar í brækur bara við tilhugsunina um að missa Gerrard – og ég er alveg sammála því sem þú sagðir Einar um að ef hann færi væri það nánast dauðahögg fyrir þá virðingu sem Liverpool nýtur enn í dag. En hann er alveg 99,999% ekki að fara. Auðvitað viljum við heyra það alveg 100% aftakalaust en það gerist ekki fyrr en eftir EM, í fyrsta lagi. Á meðan verðum við bara að vera dugleg(ir) að horfa framhjá “the bullshit” og sjá “the common sense” í þessu SLÚÐRI.

  Hins vegar, ef ég væri Rick Parry eða David Moores, væri ég mjööööög reiður út í bresku pressuna akkúrrat núna. Einhver, einhvers staðar á sök á að þeir ákváðu að búa til sögur um þetta mál akkúrrat núna, á meðan menn vita að Gerrard getur ekki svarað fyrir sig næstu tvær-þrjár vikurnar. Ef ég væri þeir myndi ég vígbúast, skríða inn í helli og segja … “they drew first blood. Somebody call The S*n, tell them we want to buy Frankie Lampard…”

Guli viðbjóðurinn

Benitez í vikunni