Engar áhyggjur – Benítez kemur!

Einar sagði hér áðan frá afsögn Zaccheroni hjá Internazionale. Fyrir 10 dögum eða svo hefðu þessar fréttir valdið mér verulegum vonbrigðum, þar sem vitað er að Inter höfðu áhuga á að lokka Benítez til sín.

En ekki í dag. Skv. frétt BBCsport þá mun Liverpool FC halda blaðamannafund á fimmtudag eða föstudag að öllum líkindum, þar sem Rafael Benítez verður kynntur sem nýr framkvæmdarstjóri Liverpool FC.

Þar að auki hefur víða verið sagt frá því í kjölfar uppsagnar Zaccheronis að hinn ungi þjálfari Roberto Mancini hjá Lazio muni taka við liði Inter. T.d. má sjá fréttir um þetta á Fótbolta.net og hjá Morgunblaðinu.

Þannig að það er ekkert að óttast býst ég við. Þetta ætti að verða orðið opinbert í síðasta lagi á föstudag. Hjúkk!

2 Comments

Zaccheroni hættir

Blaðamannafundur í dag!