England-Frakkland

EM byrjar ekki ýkja vel hjá Liverpool mönnum. Owen og Gerrard voru sennilega (ásamt Scholes) slöppustu leikmenn [Englands á móti Frakklandi](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/euro_2004/3787491.stm). Vieira hafði betur í baráttunni á miðjunni. Gerrard virðist hafa verið beðinn um að liggja aftarlega á vellinum til að taka á móti pressunni frá Frökkum og því sýndi hann nánast enga sóknartilburði.

Eflaust mun enska pressan kenna Heskey og Gerrard um tapið. Heskey var náttúrulega algjör bjáni að brjóta af sér 5 metrum fyrir utan vítateig og Gerrard gerðist sekur um vítavert kæruleysi. Henry var náttúrulega fáránlega heppinn, því það var augljóst að hann nennti ekki að hlaupa útúr rangstöðunni þegar hann fékk boltann frá Gerrard.

Owen sást nánast ekki í leiknum. Hann var tekinn útaf fyrir Vassell í afskaplega skrítnum kafla hjá Englandi. Erikson skipti inn þrem mönnum á nánast sömu mínútunni. Tel að hann hafi gert stór mistök þar. Hjá BBC fá Gerrard og Owen 5 í einkunn, þeir eru [lægstir í einkunnagjöfinni](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/euro_2004/3802981.stm).

4 Comments

 1. Ég er alls ekki sammála umsögn BBC um Gerrard. Mér fannst hann vera að vinna rosalega vel í þessum leik, hélt Vieira mikið niðri lengi vel í leiknum. Hann og Lampard voru að vinna þessa svokölluðu vanþakklátu vinnu, þ.e. að dekka aftasta hluta miðjunnar og sást góð spilamennska þeirra best á því hvað Zidane hafði sig lítið í frammi, þangað til á 91. mínútu.

  Einu mistökin sem Gerrard gerði í þessum leik var sendingin til baka á 93. mínútu sem gaf Frökkunum sigur. Sorglegt að þetta skyldi þurfa að koma fyrir hann.

  Rooney spilaði miklu betur en Owen. Sem þýðir að Owen þarf að hugsa sinn gang, allsvakalega.

  Emile Heskey er ekki Liverpool-maður lengur, en hann komst í landsliðið byggt á frammistöðum sínum undanfarin misseri fyrir Liverpool. Þannig að hann telst til L’pool-manna í þessum leik, tæknilega séð. Og hann gerði aðeins eitt í þessum leik og það var að gefa Frökkum séns á að jafna metin.

  Erfitt tap fyrir Englendinga en keppnin er samt alls ekki búin – þeir eiga tvo leiki eftir og nú er bara að vinna þá og tryggja að þeir fylgi Frökkum upp úr þessum riðli (ég geri ráð fyrir að Frakkar vinni sína tvo). Þetta er allt galopið ennþá!

  Á morgun: Ítalía – Danmörk. Yeeeeeah! The feast continues… :biggrin2:

 2. Gerrard var ÖMURLEGUR í leiknum og í fyrsta lagi gaf hann þeim sigurinn með þessari glæsilegu sendingu þannig að það er ekki hægt að segja að hann hafi verið góður……er sammála að scholes owen og hann hefðu verið lélegustu menn England…..en hvað var David James að gera ( gamall Liverpool maður) þetta var hrein hörmung í aukaspyrnuni hvernig að hann stiliti varnarveggnum upp og hvernig hann tók skrefið til hliðar það er alveg skelfilegt fyrir land eins og England að hafa ekki EINN góðan markmann!…

 3. Steven Gerrard hefði að mínu mati komist ágætlega frá þessum leik ef ekki hefði verið fyrir þessa skelfilegu sendingu, hann spilaði sitt hlutverk. Michael Owen hins vegar má þakka fyrir að ekki séu betri menn að keppa um framherjasæti hjá Englandi. Emile Heskey? aumingja drengurinn átti í fyrsta lagi aldrei að koma inná en að brjóta á Frökkum rétt fyrir utan vítateig…

  Vonandi misti rússinn áhugan á Gerrard í gær. Þó svo engin efist um ágæti leikmannsins.

  Zinedine Zidane 2 Steven Gerrard 0.

 4. Gerrard, Owen, Beckham, Heskey …þvílíku vonbrigðin. Held að England ætti að fara að leita að nýjum mönnum. Ledley var sá eini sem stóð undir væntingum og rúmlega það :o)

  Um leið og Heskey var skipt inn á var lítil hætta á enskum sigri.

  Kannski þess vegna sem ensku áhangendurnir í vinahópnum sem allir voru reyndar ítalskir (gæti haft eitthvað með Euro 2000 að gera sem óneitanlega kom í hugann þegar Zidane tók til við að tvista) voru ekki til í veðmál við mig fyrr en á 86 mínútu. Veðmálið var einfalt. Þar sem ekki voru nema 5 mínútur eftir skyldi ég greiða kippu fyrir hvert enskt mark en fá tvær fyrir hvert franskt mark. Mér leiddist lítið næstu 6 mínúturnar :o)

Houllier um Henry og Owen

Bless bless Bruno Cheyrou