Henry og Michael

Thierry Henry var í viðtali í bresku fjölmiðlunum, þar sem hann sagðist ekki geta spilað einsog Michael Owen.

Henry hrósar ekki beint leikstíl Owen og því hafa bresku fréttamennirnir farið mikinn í umfjöllun sinni.

Það er misjafnt hvernig menn taka þessu. Fjölmiðlar hafa náttúrulega gert mikið úr þessu og hafa birst fyrirsagnir einsog:

[Henry: Why Owen’s not in my class](http://www.mirror.co.uk/sport/sporttop/tm_objectid=14318643%26method=full%26siteid=50143%26headline=henry%2d%2dwhy%2dowen%2ds%2dnot%2din%2dmy%2dclass-name_page.html)

[Owen’s game is too boring: Henry](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/tm_objectid=14320528&method=full&siteid=50061&headline=owen-s-game-is-too-boring—henry-name_page.html)

Mér fannst þetta óþarfi hjá Henry.

Orðrétt sagði hann:

>”I admire what Michael Owen can do because I can’t do it myself,” said Henry. “I can’t stay in the box or stay around waiting for someone to deliver.

>”I just can’t. I would die. I can’t, I can’t. I have to move. Even if I have to drop and get the ball off our goalkeeper I will do it because I need to touch the ball.

Allavegana, hvernig sem menn túlka þetta, þá má Thierry Henry hoppa uppí sitt franska rassgat. Michael Owen er öðruvísi framherji en Henry. Það gefur Henry hins vegar engan rétt til að gera lítið úr þeim leikstíl. Michael Owen hefur nánast borið á herðum sér bæði Liverpool og enska landsliðið undanfarin ár. Hann hefur verið markahæsti leikmaður Liverpool undanfarin 5 ár.

Samt sem áður fær Owen alveg lygilega mikið af gagnrýni á sig.

Michael Owen var valinn knattspyrnumaður Evrópu þegar hann var 22 ára. Á nákvæmlega sama aldri var Henry varamaður hjá Juventus.

Owen hefur spilað með Liverpool undanfarin sex ár. Á þessum árum hefur hann þurft að spilað frammi með Emile Heskey. Henry hefur spilað með Dennis Bergkamp. Henry hefur haft Ljungberg og Pires fyrir aftan sig, Owen hefur haft Danny Murphy og El-Hadji Diouf. Það er augljóst að hann hefur ekki beint haft sama stuðning og Henry.

Owen hefur blómstrað í stórkeppnum. Hann var besti leikmaður Englands á HM 18 ára gamall og skoraði eitt af fallegustu mörkum keppninnar fyrr og síðar. Liverpool hefur alltaf þurft að treysta á Owen í erfiðustu leikjum félagsins.

Ég er orðinn ansi þreyttur á að heyra að Owen sé ekki nógu góður framherji, að hann hafi bara hraða og ekkert annað, eða að hann sé bara potari og að hann sé ofmetinn. Allt þetta er bull. Owen er einn af 10 bestu framherjum í heimi. Punktur!

Hann hefur skorað lygilega mikið af mörkum fyrir miðlungs Liverpool lið. Hann er búinn að skora 25 landsliðsmörk fyrir England. Hann hefur skorað 6 mörk í EM og HM keppnum. Og hann er TUTTUGU OG FJÖGURRA ÁRA! Vitiði hve mörg mörk Ruud Van Nilsteroy, sem er 27 ára, hefur skorað á EM og HM? [Núll](http://www.soccerage.com/en/04/05082.html)!

🙂

Svo mæli ég með þessari grein um [Owen](http://www.thisisanfield.com/kopblog#226).


Þegar ég var að fletta upp upplýsingum um Thierry Henry, þá komst ég að hann er fæddur nákvæmlega [sama dag og ég, 17. ágúst 1977](http://worldsoccer.about.com/cs/soccerstars/p/henrytee.htm).. Gott hjá stráknum 🙂

Ein athugasemd

Rivaldo, King og Carragher

Tælenska fjárfestingin