Rivaldo, King og Carragher

Tvær pínu áhugaverðar fréttir af Guardian.

[Bolton hættir að eltast við Rivaldo](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1235749,00.html). Ótrúlegt. Fyrir 2 árum hefðu öll lið í heiminum viljað hafa Rivaldo í liðinu en núna nennir Bolton ekki einu sinni að ganga á eftir honum.

Einnig, frekar slæm tíðindi fyrir Liverpool ef rétt er: [Allt bendir til þess að Ledley King verði valinn fram yfir Carragher](http://football.guardian.co.uk/euro2004/story/0,14577,1235375,00.html) ef að John Terry jafnar sig ekki. Það verður nú dálítið pínlegt fyrir Carra ef hann kemst ekki í liðið þrátt fyrir öll þessi meiðsli. Er hann vanmetinn, eða einfaldlega ekki nógu góður?

Erum við Liverpool aðdáendur kannski alltof hrifnir af Carragher af því hann er baráttuhundur, sem gefur allt fyrir liðið?

Ég var reyndar hálf hræddur um Carragher á móti Henry. Síðasti fundur þeirra var ekkert sérstaklega ánægjulegur, sérstaklega þegar Carragher datt á Biscan þegar Henry var að sóla það. Það er án efa mest niðurlægjandi stundin á síðasta tímabili fyrir Liverpool. Erikson hefur greinilega áhyggjur af því að það myndi endurtaka sig.

Hamann vill verða áfram

Henry og Michael