Sinama-Pongolle til Norwich?

flowerpower.jpg Skv. fréttum dagsins í dag þá er talinn góður möguleiki á að hinn 19-ára gamli Frakki Florent Sinama-Pongolle verði lánaður til Norwich fyrir næstu leiktíð.

Mér datt strax tvennt í hug þegar ég las þessa frétt. Í fyrsta lagi, þá er það skrýtið ef hann er lánaður núna þar sem ég efa að Benítez sé búinn að skrifa undir samning nú þegar, hvað þá búinn að ákveða hvaða mönnum hann vill halda næsta vetur og hverja hann vill lána/selja frá félaginu.

Í öðru lagi, og þetta er mótvægið, þá er Flo-Po enn kornungur og verður væntanlega framherji #4 hjá liðinu á næsta vetri, á eftir Owen, Cissé og Baros. Nú, ef að Mellor fer svo að gera einhverjar gloríur þá gæti hann orðið #5. Þannig að vissulega væri ekkert vitlaust að lána hann. Þá held ég líka að hann hefði bara gott af því að spila 30+ leiki með Úrvalsdeildarliði í efstudeild Englands næsta vetur, þar sem hann fengi þar dýrmæta reynslu og hefði séns á að þróa leik sinn gegn enskum vörnum enn frekar. Hann myndi pottþétt snúa heim að ári reynslunni ríkari.

En í ljósi þess að Benítez er ekki enn orðinn opinber stjóri Liverpool (anyday now, ekki satt?) þá tel ég ólíklegt að af þessu verði … allavega ekki fyrr en ljóst er hvaða menn aðra en Cissé Benítez fær til liðsins í sumar.

Ein athugasemd

  1. Þetta gæti verið ágætis hugmynd, það er ef hann fær pottþétt að spila hjá Norwich. Hins vegar getur svona breyst í algjöra martröð einsog gerðist hjá Neil Mellor.

    Það er þó augljóst að það gerist ekkert fyrr en Benitez hefur allavegana séð Sinama-Pongolle á æfingu.

Liverpool menn á EM

Liverpool eða England, Baros eða Van Nilsteroy