Liverpool eða England, Baros eða Van Nilsteroy

Nokkuð athyglisverð grein, skrifuð af Liverpool aðdáenda frá Liverpool um enska landsliðið: [England, LFC and me](http://liverpool.rivals.net/default.asp?sid=890&p=2&stid=8350018). Þetta viðhorf hefur maður lesið um nokkuð oft. Það er að enskir aðdáendur Liverpool séu ekkert alltof hrifnir af enska landsliðinu. Þeim tengi landsliðið við London vegna þess að liðið spilar vanalega þar.

Allavegana, ég mæli með pistlinum. Þar segir m.a.

>England isn’t my team. My team is Liverpool. Liverpool belongs to me in a way that England never can. Liverpool is in my blood, Liverpool affects my moods. Following Liverpool has given me some of the best times in my life, and some of the worst. Liverpool FC is a part of who I am. To me, England is just a sideshow. This coming competition, a bit of interest during a summer barren of league football. England just doesn’t stimulate the same feelings of passion and allegiance that I feel for Liverpool. England isn’t important to me. I may feel a mild sense of pleasure if England wins, but I’m not elated. There may be a quickly passing sense of slight disappointment if they lose but I’m not ‘gutted’. In terms of football, the only team that can make me euphoric or leave me feeling desolate is Liverpool.

Einnig síðar í greininni.

>Supporting England with total passion cannot be achieved without overriding your club loyalties. It requires you to switch on and switch off feelings at a whim and I cannot manage to do this. How am I, as a Scouser, supposed to get behind the alleged Liverpool hating Gary Neville. I dislike him with a passion. I just can’t do it. How am I, as a Liverpool supporter, supposed to cheer on Wayne Rooney? I just can’t bring myself to do it. It would go against my whole identity as a Red. I think it could even trigger a personality crisis. Some things are just too dangerous to tamper with.

Ég verð að játa það að ég á oft í erfiðleikum með þetta sama, þó náttúrulega ekki eins mikið og hjá honum. Til dæmis finnst mér það afleitt að þurfa að taka 180 gráðu beygju og segja að Van Nilsteroy sé snillingur þegar hann skorar fyrir Holland, eða vona að Milan Baros skori ekki gegn Hollandi.

Þegar ég horfi á Holland Tékkland mun ég halda með Ruud Van Nilsteroy og vera á móti Milan Baros. Er það í raun hægt? Er það ekki dálítið skrítið að þurfa að svissa svona algjörlega um gír? Þetta tekur stundum á. Ég er ekki í vafa um að aðrir lenda í svipuðum erfiðleikum þegar þeir horfa á EM í sumar. 🙂

Sinama-Pongolle til Norwich?

Engar Benitez fréttir