Baros meiddur!

Andskotinn hafi það, en Milan Baros [meiddist í síðasta æfingaleiknum fyrir EM](http://www.ynwa.tv/ynwa_news.nsf/newsnow/3638145B123C204180256EAB005C1F85?OpenDocument).

Baros yfirgaf völlinn eftir 36 mínútur í leik á móti Eistlandi, eftir að hafa afrekað það að skora TVÖ mörk. Það er helvíti góður árangur á rúmum hálftíma. Tékkland vann 2-0. Rosicky, sem vill koma til Liverpool, lagði upp bæði mörkin.

Baros er talinn hafa tognað á lærvöðva, sem þýðir að hann mun að öllum líkindum missa af EM. Þetta eru hræðilegar fréttir fyrir Tékkland, Baros og Liverpool. Ég hef talið að Tékkland gæti komið á óvart í keppninni (þó vonandi ekki á kostnað Hollands, sem er með þeim í riðli) og ég trúði því að Baros gæti verið með markahæstu mönnum keppninnar. Liðið er með frábæra miðjumenn í Nedved og Rosicky og spilaði vel í undankeppninni.

Við verðum bara að vona að meiðsli Baros séu ekki alvarleg, svo við fáum að sjá hann á EM eftir viku.

3 Comments

  1. tognaður á læri 😯 er maður ekki bara frá í eina-tvær vikur :biggrin2:

  2. leiðinlegt með meiðslin en ég vil þó frekar að hann verði ekki með á EM svo að hann yrði ferskari á nsæta tímabili :confused:

  3. Ég er svoo ósammála þér, Páló. Það er miklu miklu betra fyrir Liverpool að Baros spili með landsliðinu og fá þá reynslu. Ef við værum að tala um reyndan mann einsog Hamann, þá væri ágætt ef hann fengi frí, en þegar við erum að tala um ungan mann einsog Baros, þá er mun betra að þeir fari.

    Annars segir [landsliðsþjálfari Tékka að Baros verði til í slaginn](http://www.koptalk.org/forums/showflat.php/Cat/0/Number/283055/page/0/view/collapsed/sb/5/o/all/fpart/1). Ég vona að hann verði í lagi.

Canizares

Mexes og Smicer