England – Japan

Liverpool leikmennirnir stóðu sig einna best af ensku leikmönnunum í [landsleik Japana og Englendinga](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/euro_2004/england/3764139.stm) samkvæmt BBC. Owen (hver annar?) skoraði mark Englendinga og Gerrard var besti leikmaðurinn.

Sven Göran-Eriksson fær reyndar verðlaun fyrir stórkostlegasta asnaskapinn á EM ef hann ætlar að hafa Stephen Gerrard á vinstri kantinum. Það er ágætis regla að þú spilar besta leikmanninum þínum í hans bestu stöðu. Þú notar ekki besta leikmanninn til að fylla einhverja vandræðastöðu!

Stephen Gerrard er besti leikmaður Englendinga. Punktur. Hann á að vera á miðjunni. Punktur. Houllier er sannarlega meistari í því að spila mönnum í vitluausum stöðum en m.a.s. hann lærði (af reynslunn þó) að spila Gerrard ekki á kantinum. Gerrard er góður á kantinum, á því er enginn vafi (ef hægt væri að klóna menn myndi ég klóna Gerrard og láta hann spila allar fjórar stöðurnar á miðjunni fyrir Liverpool :-)). Hins vegar er hann bara svo miklu, miklu sterkari inná miðjunni.

Allavegana, Gerrard fær [8 í einkunn](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/internationals/england/3767223.stm) og Owen 7. Aðeins einn annar fær 8 (Ashley Cole) og aðeins einn annar fær 7 (Rooney), þannig að þeir geta verið sáttir. Þá er bara að vona að Gerrard fái að njóta sín inná miðjunni. Það er alveg glórulaust ef hann verður ekki þar gegn Frökkum.

2 Comments

  1. bara svona að spurja ertu ekki að tala um Seven Gerrard (veit ekki hver þessi stephen Gerrard er) 😯

Hvert getur Benitez farið?

Hversu góðir eru Valencia?